Erlent

ÖSE segir kosningar löglegar

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir forsetakosningjarnar í Afganistar löglegar, og sér enga ástæðu til að ógilda þær. Meirihluti mótframbjóðenda Hamids Karzai, núverandi forseta, sem sigraði með nokkrum yfirburðum, sakaði stuðningsmenn hans um svik og drógu nokkrir framboð sín til baka. Þeir hafa nú flestir dregið í land með gagnrýni sína. Öryggis- og samvinnustofnunin segir þó að kosningarnar hafi ekki verið gallalausar, en tiltölulega lýðræðislegar og ekkert hafi komið fram við rannsókn sem réttlætti ógildingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×