Erlent

Kerry heldur forskotinu

John Kerry heldur forskoti sínu á George Bush, samkvæmt nýrri skoðanakönnun CNN sjónvarpsstöðvarinnar, dagblaðsins USA Today og Gallup. Munurinn er þó ekki nema eitt prósent, auk þess sem Bush hefur fleiri kjörmenn á bak við sig samkvæmt könnunum frá því í gær, sem er jú það sem öllu máli skiptir. Þriðju og síðustu kappræður frambjóðendanna fara fram í Arizona á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×