Erlent

Yukos þarf að selja

Yfirvöld í Rússlandi hyggjast fá yfirmenn Yukos olíufyrirtækisins til þess að selja hluta fyrirtækisins svo því reynist unnt að greiða 8 milljarða dollara skuld sína. Ekki hefur fengið staðfest hver kaupandinn verður, en búist er við að hugmyndin sé að koma þeim hluta fyrirtækisins sem seldur verður aftur undir hendur hins opinbera. Mikil læti hafa verið í kringum Yukos vegna meintra vangoldinna skatta, en margir sérfræðingar telja aðgerðir yfirvalda gegn fyrirtækinu í raun tilkomnar vegna andúðar Pútíns Rússlandsforseta á Mikhail Khodorkovsky, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, sem enn situr í fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×