Erlent

Lofa að smíða ekki kjarnavopn

Tilboðið frá Írönum er ekki nýtt af nálinni en kom á ögurstundu í ljósi þess þrýstings sem Sameinuðu þjóðirnar beita nú yfirvöld í Teheran í því skyni að stöðva framleiðslu á auðguðu úraníum. "Það er kominn tími til þess að Evrópubúar taki skrefið til fulls og viðurkenni löglega framleiðslu okkar á kjarnorku til friðsamlegra nota. Þess í stað heitum við því að kjarnorkuáætlun okkar miði ekki að framleiðslu kjarnavopna," sagði utanríkisráðherra Írans, Kamal Kharrazi. Ekki voru taldar miklar líkur á því að tilboð Írana létti á þrýstingi um að þeir hætti alfarið við kjarnaáætlun sína. Bandaríkjamenn halda því fram að Íranar vinni í leyni að áætlun að smíði kjarnavopna en Íranar segjast eingöngu nota kjarnorku til framleiðslu rafmagns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×