Erlent

Slapp vel úr bílflaki

Það þykir ótrúlegt 17 ára stúlka, Laura Hatch, hafi lifað af að vera föst í bílflaki, illa slösuð, í átta daga. Foreldrar stúlkunnar, sem búsett er í Washington ríki, voru farnir að trúa því að hún væri látin og lögreglan taldi að hún hefði hlaupist á brott. Hún fannst hins vegar í bílflaki sínu, 60 metra ofan í gljúfur. Hún var mikið slösuð, þjáist af ofþurrki en var þó með meðvitund. Það var sjálfboðaliði sem fann Lauru, en hún sagðist hafa séð sýn í draumi af stúlkunni fastri í skóginum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×