Fleiri fréttir

Gerir sýklalyf krabbamein óvirkt?

Venjulegt fúkkalyf gerir krabbameinsfrumur í músum óvirkar og er vonast til þess að slíkt hið sama gildi um verkun lyfsins í mönnum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsókna vísindamanna við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum.

12 ára stelpa drepur mömmu sína

12 ára gömul stúlka í Texas í Bandaríkjunum skaut í gær móður sína vegna útivistarbanns, með þeim afleiðingum að móðirin lét lífið. Stúlkan lét til skarar skríða þegar móðir hennar hafði lagst til hvílu og skaut hana í höfuðið með skammbyssu. Lögregla komst ekki á snoðir um málið fyrr en degi síðar, þegar bróðir stelpunnar kom að móður sinni látinni.

2 afhöfðaðir í Írak

Skæruliðar í Írak hafa afhöfðað Tyrkneskan samningamann og írakskan túlk hans, samkvæmt fréttum frá Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni. Að sögn skæruliðanna var verið að refsa mönnunum fyrir að starfa með Bandaríkjamönnum í Írak. Samtökin Ansar al-Sunna hafa lýst ábyrgð á morðinu, en þau hafa áður lýst ábyrgð á ráni og morðum á 12 mönnum frá Nepal, þrem Kúrdum og einum Íraka.

Með merkispjald í skólann

Grunnskólabörn í Moskvu munu framvegis þurfa að ganga með merkispjald, í ætt við þau sem sjá má á gæludýrum, þegar þau ganga til kennslustunda. Þá verður börnunum einnig gert að ganga með sérstök skilríki í vasanum. Á skilríkjunum kemur fram nafn barnsins, heimilisfang, símanúmer og blóðflokkur, en á merkispjaldinu verða fingraför þess og aðrar persónulegar upplýsingar.

Fékk Bush aðstoð?

í sjónvarpskappræðum George Bush og John Kerry þann 30. september sást móta fyrir einhverju sem líkist litlum kassa milli herðablaða Bush, og er hann sakaður um að hafa haft hjálparhellur í eyranu í kappræðunum. Fullyrðingarnar ganga eins og eldur í sinu á Internetinu, og nokkuð hefur verið fjallað um málið í blöðunum.

Slösuð eftir slag við krókódíl

Sextug kona liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi í Ástralíu eftir að hafa stokkið á fjögurra metra langan krókódíl til að frelsa mann úr kjafti hans.

Stríð og friður í Írak

Utanríkisráðherra segir barist í fimm byggðalögum í Írak en frið ríkja í hinum 795 byggðalögum landsins. Þingmönnum ber ekki saman um nákvæmni þessara talna né heldur hvaða mynd þær gefa af ástandinu í landinu.

Ekkert gsm-samband í Bagdad

Íraska farsímafyrirtækið Iraqna fór í verkfall í gær til að mótmæla mannránum hryðjuverkamanna.

Mubarak í Róm

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, kom í opinbera heimsókn til Ítalíu í gær aðeins þremur dögum eftir að mannskæð sprenging við Rauðahafið varð 33 mönnum að bana, þar á meðal tveimur ítölskum ferðamönnum.

Grunsamlegur póstur til ráðherra

Pósturinn í Slóvakíu fann í gær umslag með hvítu dufti sem stílað var á Mikulas Dzurinda, forsætisráðherra landsins.

Uppreisnarmenn afvopnast

Gert hefur verið samkomulag við uppreisnarmenn sjía-klerksins Muqtada al-Sadr. Tugir sprengjuvarpa, sprengiefni og byssur hafa verið afhentar íröskum stjórnvöldum í Sadr-borg. Vonast eftir svipuðu samkomulagi í Falluja.

Hugsanlega tímamót í hlýnun jarðar

Koltvísýringsmengun í andrúmsloftinu hefur aukist mikið síðustu ár. Aukningin kemur mjög á óvart þar sem ekki er samhengi milli hennar og útblásturs koltvísýrings á sama tímabili. Þetta veldur vísindamönnum áhyggjum yfir því að hlýnun jarðar kunni að aukast hraðar en búist hefur verið við.

Tyrkir óttast mismunun

Kröfurnar sem Evrópusambandið gerir til Tyrkja vegna viðræðna um aðild þeirra að sambandinu eru svo strangar að það er hægt að líta á þær sem mismunum, sagði Cemil Cicek, dómsmálaráðherra Tyrklands. Hann sagði fullyrðingar í skýrslu Evrópusambandsins um aðildarviðræður sem væru ósanngjarnar gagnvart Tyrkjum og þyrfti að útskýra betur.

Olíuverkfall lamaði atvinnulífið

Olíuframleiðsla Nígeríu hélst óbreytt en athafnalíf í höfuðborginni Lagos var í lamasessi í gær á upphafsdegi fjögurra daga verkfalls. Tilgangur verkalýðsfélaga með verkfallinu er að knýja á um að bensínhækkun á innanlandsmarkaði verði dregin til baka.

Bush leiðir í nýjustu könnunum

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur nokkurra prósentustiga forskot á demókratann John Kerry samkvæmt tveimur nýjum skoðanakönnunum.

Deilt um stafsetningu evrunnar

Evran veldur nú deilum meðal aðildarríkja Evrópusambandsins, ekki þó vegna þess hvernig hún hefur reynst heldur hvernig eigi að stafsetja hana.

Karzai spáð stórsigri

Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistans, vann yfirburðasigur í afgönsku forsetakosningunum á laugardag samkvæmt útgönguspá sem gerð var fyrir bandarísku samtökin International Republican Institute sem vinnur að útbreiðslu lýðræðis utan landamæra Bandaríkjanna.

Óttast kóngulær meir en hryðjuverk

Það eina sem veldur hinum almenna Breta meiri ótta en hryðjuverkamenn er kóngulóin, sem þá óar við að finna skríðandi á heimili sínu. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Universal-kvikmyndafyrirtækið í Bretlandi.

Ókvæðisorð öskruð að Sharon

Harðlínuþingmenn kölluðu ókvæðisorð að honum og þingmenn samþykktu ályktun þar sem þeir höfnuðu málflutningi hans en Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hélt fast í þá stefnu sína að rýma byggðir landtökumanna á Gaza áður en ár er liðið.

Bresk stjórnvöld gefa ekki eftir

Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í morgun að Bretar hyggðust hvorki greiða lausnargjald, né láta undan öðrum kröfum mannræningja Kenneth Bigleys til að fá hann lausan. Það yrði aðeins hvatning til mannræningja um að auka umsvif sín.

St. Helen við það að gjósa?

Bandaríska eldfjallið St. Helen gæti gosið þá og þegar. Bandarískir vísindamenn hafa sent frá sér viðvörun um að eldfjallið, sem er nærri Seattle í Washington, sé líklegt til að gjósa á næstunni.

Umbætur í Noregi í kjölfar árásar

Norska loftferðaeftirlitið hefur ákveðið að strax í dag skuli umbætur hafnar á þeim tuttugu og níu innanlandsflugvöllum af fjörutíu og sex þar sem ekkert öryggiseftirlit hefur verið til þessa. Þetta er gert í kjölfar þess að óður maður réðst á flugmenn með exi í innanlandsflugi í gær.

Fyrstu kappræðurnar í kvöld

Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna George W. Bush og Johns Kerrys fara fram í kvöld. Í nýjustu könnunum hefur Bush haft allt að átta prósentum meira fylgi en Kerry. Kappræður milli forsetaframbjóðenda hafa í gegnum tíðina oft haft nokkur áhrif á fylgi þeirra.

Þrjátíu létust í sprengingum

Allt að þrjátíu og þrír, bæði írakskir borgarar og bandarískir hermenn, létu lífið í tveimur sprengjutilræðum í suðurhluta Bagdads nú fyrir stundu. Sprengjurnar sprungu skammt frá bílalest bandarískra hermanna. Sú seinni sprakk þegar hermennirnir reyndu að aðstoða þá sem særðust í fyrstu sprengingunni.

Rússar staðfesta Kyoto-bókunina

Ríkisstjórn Rússlands staðfesti Kyoto-bókunina í morgun og þar með virðist sem þessi sjö ára gamli samningur muni loks hljóta fullgildingu sem alþjóðasáttmáli. Þessi staðfesting Rússa er gríðarlega mikilvægur áfangi í umhverfisvernd.

Fimmtán létust í Japan

Fimmtán létu lífið í Japan í flóðum og aurskriðum í kjölfar fellibyljarins Meari sem gekk yfir vesturhluta landsins í gær. Meari er áttundi fellibylurinn sem gengur á land í Japan á þessu ári en alls hafa um fimmtíu manns látið lífið í þessum óveðrum.

41 liggur í valnum

Fjörutíu og einn maður hið minnsta liggur í valnum eftir þrjú sprengjustilræði í Bagdad í Írak í morgun. Bandarískir hermenn í Írak verða að meðaltali fyrir um áttatíu árásum á degi hverjum. 

150 barnaníðingar handteknir

Lögregla í Ástralíu hefur handtekið meira en 150 manns í stærstu lögregluaðgerð í sögu landsins gegn barnaklámi. Þeir eru allir grunaðir um framleiðslu, dreifingu og niðurhal á barnaklámi og einnig fyrir að hafa skipulagt ferðir fyrir barnaníðinga þar sem þeir gátu fengið útrás fyrir fýsnir sínar.

Munu hlusta á mannræningja

Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir að stjórnvöld séu viljug til að hlusta á kröfur mannræningja ef þeir snúa sér beint til þeirra, en að útilokað sé að greiða lausnargjald fyrir gísla líkt og talið er að ítölsk stjórnvöld hafi gert fyrir tvær ítalskar konur sem sleppt var úr haldi mannræningja í fyrradag.

Kynmök við dýr leyfileg

Dómsmálaráðherra Danmerkur vill ekki setja skilyrðislaust bann við af hafa kynmök við dýr. Þetta kemur fram í svari ráðherrans til Dýraverndunarsamtaka Danmerkur.

Helmingur allra karla ákærður

Réttarhöld yfir helmingi allra karla á Pitcairn-eyju hófust í dag. Mennirnir eru ákærðir fyrir nauðganir. Alls sitja sjö karlmenn á sakamannabekknum en íbúar á Pitcairn-eyju eru 47. Ákærurnar ná 40 ár aftur í tímann og átta konur bera vitni við réttarhöldin.

34 börn hafa látist í dag

Af þeim rúmlega fjörutíu sem látist hafa í sprengingum í Írak í dag eru þrjátíu og fjögur börn. Flest þeirra voru í námunda við bandaríska hermenn til að fá hjá þeim sælgæti. 139 særðust í tilræðunum, meirihlutinn börn. 

Með tíu gísla í haldi

Íslamskur hópur sem kallar sig „Íslamskur her Íraks - herdeild vesturhéraðanna“ fullyrðir að hann hafi tíu gísla á valdi sínu. Sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi myndband frá hópnum í dag en hópurinn segist hafa tvær indónesískar konur, tvo Líbani og sex Íraka í haldi.

Tugir barna létu lífið

Fleiri börn féllu í sprengjuárás í Bagdad í gær en höfðu áður látist í einni árás frá því að innrásin í Írak hófst fyrir tæpu hálfu öðru ári síðan. Nær 50 manns létu lífið í þremur árásum í Bagdad. Flestir þeirra sem létust voru börn, 35 af þeim 46 sem létust. Að auki særðust rúmlega 200 manns, að sögn sjúkrahússtarfsfólks og hermálayfirvalda.

Semja ekki um lausn gíslanna

Bretar munu hvorki greiða lausnargjald né verða við kröfum um breytingar á stjórnarstefnu til að fá breska gíslinn Kenneth Bigley leystan úr haldi mannræningja í Írak. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði stjórnina ákveðna í að gefa ekkert eftir gagnvart mannræningjunum.

Rússar staðfesta Kyotosáttmálann

Rússar hafa ákveðið að staðfesta Kyoto-sáttmálann um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þar með aukast líkurnar á því að sáttmálinn frá 1997 taki gildi en til þess þurfa minnst 55 ríki sem bera ábyrgð á a.m.k. 55 prósentum af útblæstri gróðurhúsalofttegunda að staðfesta sáttmálann.

Slapp með skrekkinn

Fulltrúar á flokksþingi Verkamannaflokksins í Brighton samþykktu ályktun þar sem stuðningi er lýst við að breskt herlið verði áfram í Írak með stuðningi Sameinuðu þjóðanna og samþykki íraskra stjórnvalda. Mikill meirihluti þingfulltrúa samþykkti tillöguna með lófaklappi.

Heimildir brjóta gegn stjórnarskrá

Í annað sinn á skömmum tíma hefur fallið dómur þar sem svokölluð þjóðræknislög, sem Bandaríkjaþing samþykkti eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001, eru sögð brjóta gegn stjórnarskránni. Lögin veita bandarískum lögreglustofnunum víðtækar leitar- og eftirlitsheimildir sem dómarar segja ganga of nærri persónuvernd einstaklinganna.

Vill berjast í Tsjetsjeníu

"Ég ætla til Tsjetsjeníu til að berjast fyrir múslima. Múslimar eru ofsóttir í Tsjetsjeníu og Rússarnir fremja hryðjuverk gegn þeim," sagði Slimane Hadj Abderrahmane í viðtali við dönsku útvarpsstöðina DR-1.

Segir Blair hafa logið

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, laug að almenningi í aðdraganda innrásarinnar í Írak, sagði Michael Howard, leiðtogi breskra íhaldsmanna, í viðtali við vikuritið New Statesman. Howard sagði bresku stjórnina hafa logið til um margt en að ekkert hefði dregið meira úr trausti almennings á valdhöfum en lygar um Írak.

Endurskoða öryggisreglur

Norsk flugmálayfirvöld og stjórnendur flugfélaga leituðu í gær leiða til að auka öryggi í innanlandsflugi, degi eftir að farþegaflugvél með níu manns innanborðs hafði nærri hrapað þegar farþegi réðist á flugmennina með öxi.

Ræða geymslubúðir innflytjenda

Dóms- og innanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins koma saman til fundar í dag til að ræða hugmyndir um að koma upp búðum þar sem ólöglegir innflytjendur verða vistaðir meðan fjallað er um mál þeirra. Þýski innanríkisráðherrann, Otto Schily, vill setja slíkar búðir upp í norðanverðri Afríku.

Mesta mannfall í tvö ár

Nær þrjátíu manns létu lífið í bardögum palestínskra vígamanna og ísraelskra hersveita. Ísraelskar hersveitir brutu sér leið langt inn í Jebaliya flóttamannabúðirnar á Gazaströndinni til að ráðast á palestínska vígamenn sem skutu eldflaugum að ísraelskum landnemabyggðum.

Samkeppni við Google harðnar

Bóksalinn Amazon opnaði fyrir skömmu nýja leitarvél á slóðinni a9.com. Leitin þar byggist á svipaðri tækni og Google. Viðmótið er einfalt en til viðbótar upplýsingum í textaformi sýnir leitarvél Amazon einnig þær myndir sem vélin finnur á vefnum og geta tengst leitinni.

Allt getur gerst

Allt getur gerst þó að kannanir vestan hafs gefi til kynna að George Bush hafi töluvert forskot á John Kerry í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Aðeins þrjú málefni skipta sköpum í baráttunni, að sögn bandarísks sérfræðings í skoðanakönnunum.

Sjá næstu 50 fréttir