Erlent

Innrásin ýtti undir hryðjuverk

Innrásin í Írak gróf undan stríðinu gegn hryðjuverkum og ýtti undir uppgang margra hryðjuverkahópa. Þetta er niðurstaða Jaffee-herfræðistofnunarinnar við Tel Aviv-háskóla í Ísrael. Stofnunin er ein helsta hugmyndaveita Ísraela í varnarmálum. Shai Feldman, forstöðumaður Jaffee-herfræðistofnunarinnar, sagði áhersluna á stríðið í Írak hafa orðið til þess að minna fé og herafli en ella færi í að berjast gegn hryðjuverkum annars staðar, svo sem í Afganistan. Þá sagði hann að bandarískar leyniþjónustustofnanir legðu svo mikla áherslu á að afla upplýsinga í Írak að það hlyti að verða á kostnað eftirlits með hættu í öðrum heimshlutum. Shlomo Brom, fyrrum hershöfðingi í Ísraelsher, sagði innrásina í Írak hafa verið herfræðileg mistök ef markmið Bandaríkjamanna í baráttunni gegn hryðjuverkum hafi "ekki bara verið að drepa moskítófluguna heldur þurrka upp mýrina". Írak er ekki mýrin, gróðrarstía hryðjuverkamanna, sagði Brom.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×