Erlent

Banni aflétt?

Bretar segjast tilbúnir í viðræður um að aflétta vopnasölubanni á Kína, sem Evrópusambandið setti árið 1989. Frakkar hafa þrýst mjög á að banninu, sem þeir segja barn síns tíma, verði aflétt og höfðu vonast til þess að árangur í þá veru náist á ráðstefnu Evrópu- og Asíuríkja sem fór fram í Vietnam um helgina. Þrátt fyrir að þeim virðist hafa tekist að fá Breta á sitt band er hins vegar talið að banninu verði vart aflétt fyrr en á næsta ári, enda hafa meðal annarra Danir, Svíar og Hollendingar efasemdir um að rétt sé að aflétta banninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×