Erlent

Clinton í kosningabaráttuna

Bandarískir kjósendur mega eiga von á símtali frá Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þeim gefst reyndar ekki mikið færi á að rökræða við Clinton því símtalið verður upptaka Clintons þar sem hann hvetur fólk til að kjósa flokksbróður sinn, demókratann John Kerry, í forsetakosningunum í nóvember. Þar sem það tekur Clinton drjúgan tíma að jafna sig eftir hjartaskurðaðgerð getur hann ekki farið á kosningafundi fyrir Kerry. Þess í stað tekur hann upp skilaboðin sem verða hringd út til kjósenda og ávarpar kjósendur hugsanlega líka í útvarpsauglýsingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×