Erlent

Skiptst á þungum höggum

Vinir George W. Bush Bandaríkjaforseta í olíuiðnaðinum hafa hagnast á hækkandi olíuverði meðan hækkunin bitnar harkalega á neytendum, sagði John Kerry, forsetaefni demókrata á framboðsfundum í gær, degi fyrir síðustu kappræður hans og George W. Bush Bandaríkjaforseta sem fram fara í kvöld. Bush sparaði heldur ekki stóru orðin og sagði Kerry hafa misskilið í grundvallaratriðum baráttuna gegn hryðjuverkum. Þar vísaði forsetinn til orða Kerrys í blaðaviðtali þar sem hann sagðist ætla að berja á hryðjuverkamönnum þar til hryðjuverkaógnin yrði aðeins að óþægindum en ekki sú mikla hætta sem heimurinn stæði nú frammi fyrir. Þetta þótti Bush uppgjöf og sagðist ætla að uppræta hryðjuverkamenn hvar sem þá væri að finna. Baráttan um Hvíta húsið er afar jöfn og sýna kannanir til skiptis forystu annars frambjóðandans eða að þeir njóti jafn mikils fylgis meðal kjósenda. Kappræðurnar í kvöld geta því haft talsverð áhrif á niðurstöðu kosninganna standi annar frambjóðandinn sig betur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×