Erlent

Lukashenko vill 3. kjörtímabilið

Hvít-Rússar kjósa nú um það hvort forseti landsins skuli sitja sitt þriðja kjörtímabil. Kosningarnar sjálfar fara fram á sunnudaginn, en þeir íbúar landsins sem ekki eiga heimakvæmt á kjörstað þá kjósa í dag. Alexander Lukashenko, forseti landsins, þykir mikill einangrunarsinni og hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir stjórnunarstíl sinn, einkum erlendis frá. Lukashenko, sem má ekki sitja nema tvö kjörtímabil, leyfist þó að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um framlengingu og það hefur hann nú gert í annað sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×