Erlent

Yusuf kjörinn forseti Sómalíu

Hershöfðinginn Abdullahi Yusuf var í gær kjörinn forseti Sómalíu. Yusuf notaði tækifærið í sinni fyrstu ræðu til þess að kalla eftir hjálp alþjóðasamfélagsins við að uppræta hryðjuverkasamtök í landinu og draga úr fátækt. Hálfgerður anarkismi ríkir í Sómalíu, enda er löggæsla í landinu í molum og hafa yfir hundrað þúsund manns látist í átökum í landinu undanfarinn áratug. Vonir eru bundnar við að Yusuf nái að snúa þróuninni við, enda er hann yfirlýstur andstæðingur hryðjuverka og þykir harður í horn að taka, auk þess sem hann á mikið af bandamönnum um allan heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×