Erlent

Olían enn á uppleið

Metverð á Olíu er í dag, sjötta daginn í röð. Á hádegi var verðið á olífatinu í Bandaríkjunum komið yfir 54 dollara í fyrsta sinn og í Bretlandi kostaði fatið 51 og hálfan dollara á sama tíma. Olíverð hefur hækkað um 66% á heimsmarkaði á þessu ári og er hætt við því að það haldi áfram að hækka á meðan olíuverkfallið í Nígeríu stendur yfir. Í dag bárust enn fremur þær upplýsingar að vel kæmi til greina að verkfallið í Nígeríu yrði framlengt og yrði það enn til að hella olíu á eldinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×