Erlent

Kjarnorkubúnaður í Írak horfinn

Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, lýsti áhyggjum af því við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að búnaður sem nota má til gerðar kjarnorkuvopna er horfinn af þeim stöðum sem hann var geymdur á í Írak. ElBaradei sagði að ekki væri nóg með að búnaðurinn væri horfinn heldur líka þær byggingar sem hann var geymdur í. Rashad Omar tæknimálaráðherra sagði þjófa hafa stolið búnaði eftir fall stjórnar Saddams Hussein, síðar hafi Bandaríkjamenn tekið úraníum Íraka í sína vörslu. Bandaríkjamenn hafa litlar upplýsingar viljað veita ElBaradei.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×