Erlent

Hóta að framlengja verkfallið

Allsherjarverkfallið í Nígeríu sem hófst á mánudag og á að standa í fjóra daga verður hugsanlega framlengt ef stjórnvöld neita að íhuga kröfur verkalýðsfélaga eða ofbeldi brýst út, sagði helsti forystumaður verkfallsmanna. Fyrirhugað var að endurtaka verkfallið eftir þrjár vikur ef ekki verður gengið að kröfum verkfallsmanna um lægra bensínverð. "Ef þeir byrja að skjóta, ef þeir byrja að drepa, breytist barátta okkar," sagði Adams Oshiomhole, leiðtogi stærstu verkalýðshreyfingar landsins. Verkfallið hefur að mestu farið friðsamlega fram en tveir menn hafa þó látist í átökum lögreglu og verkfallsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×