Erlent

Afríka illa rekin

Íbúar heimsálfunnar gagnrýndu ríkisstjórnir landa sinna fyrir spillingu, lélegt skattakerfi og skort á opinberri þjónustu fyrir borgarana. Þá þóttu þjóðþing ríkjanna of veikburða og jafnframt var bent á að tilraunir yfirvalda til að efla réttarkerfi margra landa hefðu mistekist. Einnig var deilt á yfirvöld fyrir að bregðast í baráttunni gegn alnæmi og þóttu þau ekki leggja sig nægilega fram við útbreiðslu tækninýjunga. Forsætisráðherra Eþíópíu, Meles Zenawi, segir að góðir stjórnunarhættir séu lykillinn að framförum í fátækustu heimsálfu heimsins. Afrísk ríki skulda um 245 milljarða evra, eða 22 þúsund milljarða íslenskra króna. Framleiðsla þjóða Afríku nemur um tveimur prósentum af heimsframleiðslu. Fjárfesting í álfunni hefur minnkað niður í um 800 milljarða á ári. Alnæmi gerir erfitt um vik að efla efnahagsvöxt og framþróun í Afríku. Rúmlega 26 milljónir Afríkubúa eru sýktar af alnæmi og talið er að 15 milljónir hafi látist úr sjúkdómnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×