Erlent

Sharon hættir ekki

Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, hafnaði í morgun ráðleggingum herhöfðingja sinna um að draga herinn frá flóttamannabúðum Palestínumanna á Gazaströndinni. Heimildir Reuters fréttastofunnar segja að Sharon vilji ekki sýna nein veikleikamerki í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Egyptalandi í síðustu viku, þar sem á fjórða tug manna féllu og annað hundrað slösuðust, flestir ísraelskir ferðamenn. Einnig er talið að hann vilji blíðka ríkisstjórn sína, en seinna í dag mun Sharon ávarpa þingið og reyna að draga úr andstöðu við ákvörðun sína um að flytja allar landnemabyggðir gyðinga frá Gazaströndinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×