Erlent

Þóttist vera lýtalæknir

Lögreglan í Flórída hefur handtekið eftirlýstan mann sem þóttist vera lýtalæknir og deyfði sjúklinga sína með dýralyfjum og setti brjóst í skálastærð C á karlkyns vaxtaræktarmann, sem hafði óskað eftir stærri brjóstkassa. Myndband af aðgerðinni sýnir manninn, sem hefur engin réttindi sem læknir en stundaði lýtalækningar seint á kvöldin á stofu sinni, troða sílíkonfyllingu undir húð vaxtaræktartröllsins með einhverju sem líkist eldhúsáhaldi. Maðurinn vaknaði þrisvar í aðgerðinni, en var sagt að fara aftur að sofa. Lögreglu grunar að til séu fleiri fórnarlömb mannsins, sem skammist sín of mikið til að gefa sig fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×