Erlent

Rændu hálfum milljarði úr banka

Tveir starfsmenn grísks banka hafa verið handteknir sakaðir um að hafa stolið andvirði um hálfs milljarðs króna úr bankanum. Annar starfsmaðurinn komst yfir lykla og lykilorð að fjárhirslum bankans og hinn, sem var öryggisvörður í bankanum, slökkti á þjófavarnakerfinu eina nóttina svo þeir gætu rænt öllu því fé sem þeir gátu borið í fjárhirslunum. Yfirvöldum hefur tekist að endurheimta rúmlega hundrað milljón krónur en ekkert er vitað hvað varð af stærstum hluta peninganna sem mennirnir eru sakaðir um að hafa rænt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×