Erlent

Tyrkirnir 10 látnir lausir

Tíu tyrkneskir gíslar sem voru í haldi andspyrnumanna í Írak voru látnir lausir í dag. Að minnsta kosti þrjátíu og þrír erlendir gíslar hafa verið myrtir í Írak á síðustu sex mánuðum. Gíslarnir tíu hafa verið í haldi mannræningja í 38 daga, sem hótuðu að taka þá af lífi ef byggingafyrirtækið sem þeir vinna hjá hætti ekki starfsemi í Írak. Stjórnendur fyrirtækisins lofuðu að fresta framkvæmdum og voru mennirnir þá látnir lausir. Yfirmenn fyrirtækisins þökkuðu ræningjunum fyrir að skaða mennina ekki. Meira en 150 útlendingum hefur verið rænt í Írak á síðustu sex mánuðum. Talið er að 22 séu enn í haldi mannræningja, en að minnsta kosti 33 hafa verið myrtir, nú síðast í gær var tyrkneskur gísl tekinn af lífi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×