Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2025 16:39 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AP/Themba Hadebe Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. Von der Leyen sagði í ræðu á Evrópuþinginu í dag að þegar friður næst muni Úkraínumenn þurfa öflugar öryggistryggingar sem komið gætu í veg fyrir að Rússar gerðu aðra innrás seinna meir. Hún sagði ráðamenn í Rússlandi enn horfa til Evrópu með hugarfari kalda stríðsins og að þeir litu á heimsálfuna sem sitt áhrifasvæði. Skömmu eftir að hún lét þessi ummæli falla í morgun sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútins, að ekki væri hægt að tala um að friður gæti náðst í Úkraínu í náinni framtíð. Það væri of snemmt að segja að Rússar og Úkraínumenn hefðu aldrei verið eins nærri því að komast að samkomulagi. Peskóv sagði einnig að margir aðilar í Evrópu og í Bandaríkjunum reyndu að standa í vegi friðarsamkomulags. Vísaði hann meðal annars til þess að byrjað væri að kalla eftir því að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, yrði rekinn og sagði að það væri til marks um tilraunir til að stöðva viðræður. Rússar hafa ítrekað sakað Evrópumenn um að standa í vegi friðar. Witkoff hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að standa sig ekki í stykkinu og jafnvel vera hliðhollur Rússum. Síðustu fregnir um samskipti hans við ráðgjafa og erindreka Pútíns og það hvernig friðaráætlun sem hann og Jared Kushner, tengdasonur Trumps, sömdu byggði á skjali frá Rússum, hefur ýtt undir þessi áköll. Þessi friðaráætlun var að miklu leyti endursamin með aðkomu embættismanna frá Úkraínu og Evrópu og hafa Úkraínumenn samþykkt helstu liði hennar. Stór mál eru þó enn óútkljáð og má þar helst nefna öryggistryggingar og landssvæði. Sjá einnig: Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Einhverjar viðræður milli bandarískra og rússneskra erindreka hafa átt sér stað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en nú eru Bandaríkjamenn að senda erindreka, og Witkoff þar á meðal, til Moskvu og eiga frekari viðræður að eiga sér stað þar. Sérfræðingum og greinendum þykir ólíklegt að Pútín hafi áhuga á að semja um frið að svo stöddu. Hann telji sig í betri stöðu en Úkraínumenn og að Rússar séu að sigra og skynji veikleika í Evrópu og í Bandaríkjunum. Rússar þurfi ekki að láta af kröfum sínum, þar sem Úkraínumenn standi eingöngu frammi fyrir þeim kostum að gefast upp eða vera sigraðir. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Donald Trump Evrópusambandið Hernaður Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Von der Leyen sagði í ræðu á Evrópuþinginu í dag að þegar friður næst muni Úkraínumenn þurfa öflugar öryggistryggingar sem komið gætu í veg fyrir að Rússar gerðu aðra innrás seinna meir. Hún sagði ráðamenn í Rússlandi enn horfa til Evrópu með hugarfari kalda stríðsins og að þeir litu á heimsálfuna sem sitt áhrifasvæði. Skömmu eftir að hún lét þessi ummæli falla í morgun sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútins, að ekki væri hægt að tala um að friður gæti náðst í Úkraínu í náinni framtíð. Það væri of snemmt að segja að Rússar og Úkraínumenn hefðu aldrei verið eins nærri því að komast að samkomulagi. Peskóv sagði einnig að margir aðilar í Evrópu og í Bandaríkjunum reyndu að standa í vegi friðarsamkomulags. Vísaði hann meðal annars til þess að byrjað væri að kalla eftir því að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, yrði rekinn og sagði að það væri til marks um tilraunir til að stöðva viðræður. Rússar hafa ítrekað sakað Evrópumenn um að standa í vegi friðar. Witkoff hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að standa sig ekki í stykkinu og jafnvel vera hliðhollur Rússum. Síðustu fregnir um samskipti hans við ráðgjafa og erindreka Pútíns og það hvernig friðaráætlun sem hann og Jared Kushner, tengdasonur Trumps, sömdu byggði á skjali frá Rússum, hefur ýtt undir þessi áköll. Þessi friðaráætlun var að miklu leyti endursamin með aðkomu embættismanna frá Úkraínu og Evrópu og hafa Úkraínumenn samþykkt helstu liði hennar. Stór mál eru þó enn óútkljáð og má þar helst nefna öryggistryggingar og landssvæði. Sjá einnig: Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Einhverjar viðræður milli bandarískra og rússneskra erindreka hafa átt sér stað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en nú eru Bandaríkjamenn að senda erindreka, og Witkoff þar á meðal, til Moskvu og eiga frekari viðræður að eiga sér stað þar. Sérfræðingum og greinendum þykir ólíklegt að Pútín hafi áhuga á að semja um frið að svo stöddu. Hann telji sig í betri stöðu en Úkraínumenn og að Rússar séu að sigra og skynji veikleika í Evrópu og í Bandaríkjunum. Rússar þurfi ekki að láta af kröfum sínum, þar sem Úkraínumenn standi eingöngu frammi fyrir þeim kostum að gefast upp eða vera sigraðir.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Donald Trump Evrópusambandið Hernaður Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira