Vladimír Pútín Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að friðaráætlun sem kynnt var fyrir ráðamönnum í Úkraínu á dögunum, gæti verið grunnur að friðarsamkomulagi milli Rússlands og Úkraínu. Á fundi þjóðaröryggisráðs Rússlands í gærkvöldi hótaði Pútín að leggja undir sig enn meira landsvæði í Úkraínu, verði áætlunin ekki samþykkt. Erlent 22.11.2025 08:32 „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Erlent 21.11.2025 15:52 Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. Erlent 21.11.2025 13:30 Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Bandarískir erindrekar kynntu í gær 28 liða friðaráætlun fyrir ráðamönnum í Kænugarði. Áætlunin þykir þegar umdeild og var henni í gær lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Erlent 21.11.2025 10:33 Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna. Erlent 20.11.2025 14:38 Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. Erlent 19.11.2025 13:30 Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Óttast er að Úkraínumenn séu að gera sömu mistök og þeir hafa gert áður, með því að reyna að halda ákveðnum bæ eða borg of lengi. Sérfræðingar og einhverjir yfirmenn í úkraínska hernum eru sagðir hafa áhyggjur af því að fall borgarinnar Pokrovsk sé orðið óhjákvæmilegt og að áframhaldandi vörn borgarinnar muni reynast dýrkeypt. Erlent 13.11.2025 15:23 Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Tino Chrupalla, annar af æðstu leiðtogum flokksins Valkostur fyrir Þýskaland eða AfD, segir Þýskalandi ekki stafa nokkur ógn af Rússlandi Vladimírs Pútín. Það sama segir hann þó ekki um Pólland. Churpalla telur að Þýskalandi gæti stafað ógn af Póllandi. Erlent 13.11.2025 10:09 Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Rússneskir hermenn virðast nærri því að vinna sinn stærsta sigur í rúm tvö ár. Borgin Pokrovsk, sem Rússar hafa reynt að ná úr höndum Úkraínumanna í um eitt og hálft ár og hafa þeir sent umfangsmikinn herafla á svæðið til að ná því markmiði. Erlent 6.11.2025 22:44 Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Hreinsanir innan raða stuðningsmanna Vladímírs Pútín Rússlandsforseta eru sagðar hafnar. Þær eru sagðar endurspegla valdabaráttu ólíkra fylkinga þeirra sem styðja forsetann. Erlent 6.11.2025 11:55 Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, opinberaði í morgun að Rússar hefðu gert aðra tilraun með kjarnorkuknúið vopn. Það gerði hann í heimsókn til særðra hermanna á sjúkrahúsi í Moskvu í morgun en umrætt vopn er eins konar tundurskeyti sem á að geta siglt endalaust og borið kjarnorkuvopn að ströndum óvinveittra ríkja. Erlent 29.10.2025 13:34 Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa lokið tilraunum með kjarnorkuknúna eldflaug sem getur einnig borið kjarnorkuvopn. Stýriflaugin á að hafa verið á loft í fimmtán klukkustundir og flogið um fjórtán þúsund kílómetra en Vladimír Pútín, forseti, segir vopnið vera einstakt. Ekkert annað ríki búi yfir sambærilegu vopni. Erlent 26.10.2025 08:12 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. Erlent 24.10.2025 08:01 Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, sem til stendur að halda í Búdapest í Ungverjalandi. Talsmaður Pútín segir að undirbúa þurfi slíkan fund í þaula og að sá undirbúningur verði erfiður. Erlent 21.10.2025 13:14 Hafna aftur tillögu Trumps Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt sé að hefja almennilegar friðarviðræður. Trump hefur áður lagt fram sambærilegar tillgöur sem Úkraínumenn hafa samþykkt en Rússar ekki. Erlent 20.10.2025 11:07 Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ekkert hafa breyst í hugum ráðamanna í Rússlandi, þó Vladimír Pútín og Donald Trump, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna, stefni á fund á næstunni. Rússar séu enn að hrella óbreytta borgara í Úkraínu með umfangsmiklum dróna- og eldflaugaárásum á hverri nóttu. Erlent 17.10.2025 06:46 Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. Erlent 16.10.2025 16:24 Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum. Erlent 14.10.2025 14:52 Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Einn þekktasti rússneski stjórnarandstæðingur Rússlands telur að enginn friður verði í Evrópu fyrr en Vladimír Pútín hafi verið bolað frá og lýðræði innleitt í Rússland. Nauðsynlegt sé að undirbúa slíka byltingu.Hann hvetur almenning til að skrifa pólitískum föngum í landinu bréf, það hafi bjargað lífi hans. Innlent 13.10.2025 20:53 Íslenskur Pútínismi Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Skoðun 13.10.2025 20:00 Hægagangur á rússneska hagkerfinu Stór fyrirtæki í Rússlandi eru að draga saman seglin þar sem dregið hefur úr umsvifum stríðshagkerfisins svo kallaða. Á sama tíma hefur neysla dregist saman í Rússlandi og einnig útflutningur. Ekki er þó verið að segja upp fólki heldur fækka vinnustundum og beita öðrum leiðum til að lækka kostnað. Erlent 9.10.2025 18:41 Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Rússar segja að sú hreyfing sem hafi verið komin á friðarviðræður varðandi hernað Rússa í Úkraínu eftir fund Vladimírs Pútín og Donalds Trump í Alaska í haust sé horfin. Sergei Ríabkóv, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði við blaðamenn í Rússlandi í dag að það væri að mestu ráðamönnum í Evrópu að kenna. Erlent 8.10.2025 19:01 Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að selja Úkraínumönnum Tomahawk stýriflaugar. Næstum því. Fyrst vilji hann ganga úr skugga um hvað Úkraínumenn vilji gera við þær. Erlent 6.10.2025 23:01 „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir heiminn vera að ganga í gegnum miklar og hraðar breytingar og hann sé þegar orðinn fjölpóla. Í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Rússlandi í gær og ummælum í pallborðsummælum sagði Pútín meðal annars að ríki Evrópu væru mörg í stríði við Rússland en það væri fáránlegt að halda að Rússar myndu ráðast á önnur ríki. Erlent 3.10.2025 14:36 Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Framleiðslugeta Rússa á olíu hefur dregist verulega saman og er það að miklu leyti vegna árása Úkraínumanna á olíuvinnslur og tengda innviði. Langan tíma gæti tekið að leysa vandamálið en fregnir af löngum röðum við bensínstöðvar verða sífellt algengari og bensínverð hefur hækkað mjög. Viðskipti erlent 1.10.2025 16:04 Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa. Erlent 30.9.2025 10:37 Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. Erlent 28.9.2025 07:52 Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. Erlent 27.9.2025 16:01 Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 25.9.2025 16:53 Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. Erlent 24.9.2025 15:06 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 13 ›
Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að friðaráætlun sem kynnt var fyrir ráðamönnum í Úkraínu á dögunum, gæti verið grunnur að friðarsamkomulagi milli Rússlands og Úkraínu. Á fundi þjóðaröryggisráðs Rússlands í gærkvöldi hótaði Pútín að leggja undir sig enn meira landsvæði í Úkraínu, verði áætlunin ekki samþykkt. Erlent 22.11.2025 08:32
„Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Erlent 21.11.2025 15:52
Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. Erlent 21.11.2025 13:30
Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Bandarískir erindrekar kynntu í gær 28 liða friðaráætlun fyrir ráðamönnum í Kænugarði. Áætlunin þykir þegar umdeild og var henni í gær lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Erlent 21.11.2025 10:33
Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna. Erlent 20.11.2025 14:38
Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. Erlent 19.11.2025 13:30
Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Óttast er að Úkraínumenn séu að gera sömu mistök og þeir hafa gert áður, með því að reyna að halda ákveðnum bæ eða borg of lengi. Sérfræðingar og einhverjir yfirmenn í úkraínska hernum eru sagðir hafa áhyggjur af því að fall borgarinnar Pokrovsk sé orðið óhjákvæmilegt og að áframhaldandi vörn borgarinnar muni reynast dýrkeypt. Erlent 13.11.2025 15:23
Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Tino Chrupalla, annar af æðstu leiðtogum flokksins Valkostur fyrir Þýskaland eða AfD, segir Þýskalandi ekki stafa nokkur ógn af Rússlandi Vladimírs Pútín. Það sama segir hann þó ekki um Pólland. Churpalla telur að Þýskalandi gæti stafað ógn af Póllandi. Erlent 13.11.2025 10:09
Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Rússneskir hermenn virðast nærri því að vinna sinn stærsta sigur í rúm tvö ár. Borgin Pokrovsk, sem Rússar hafa reynt að ná úr höndum Úkraínumanna í um eitt og hálft ár og hafa þeir sent umfangsmikinn herafla á svæðið til að ná því markmiði. Erlent 6.11.2025 22:44
Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Hreinsanir innan raða stuðningsmanna Vladímírs Pútín Rússlandsforseta eru sagðar hafnar. Þær eru sagðar endurspegla valdabaráttu ólíkra fylkinga þeirra sem styðja forsetann. Erlent 6.11.2025 11:55
Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, opinberaði í morgun að Rússar hefðu gert aðra tilraun með kjarnorkuknúið vopn. Það gerði hann í heimsókn til særðra hermanna á sjúkrahúsi í Moskvu í morgun en umrætt vopn er eins konar tundurskeyti sem á að geta siglt endalaust og borið kjarnorkuvopn að ströndum óvinveittra ríkja. Erlent 29.10.2025 13:34
Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa lokið tilraunum með kjarnorkuknúna eldflaug sem getur einnig borið kjarnorkuvopn. Stýriflaugin á að hafa verið á loft í fimmtán klukkustundir og flogið um fjórtán þúsund kílómetra en Vladimír Pútín, forseti, segir vopnið vera einstakt. Ekkert annað ríki búi yfir sambærilegu vopni. Erlent 26.10.2025 08:12
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. Erlent 24.10.2025 08:01
Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, sem til stendur að halda í Búdapest í Ungverjalandi. Talsmaður Pútín segir að undirbúa þurfi slíkan fund í þaula og að sá undirbúningur verði erfiður. Erlent 21.10.2025 13:14
Hafna aftur tillögu Trumps Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt sé að hefja almennilegar friðarviðræður. Trump hefur áður lagt fram sambærilegar tillgöur sem Úkraínumenn hafa samþykkt en Rússar ekki. Erlent 20.10.2025 11:07
Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ekkert hafa breyst í hugum ráðamanna í Rússlandi, þó Vladimír Pútín og Donald Trump, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna, stefni á fund á næstunni. Rússar séu enn að hrella óbreytta borgara í Úkraínu með umfangsmiklum dróna- og eldflaugaárásum á hverri nóttu. Erlent 17.10.2025 06:46
Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. Erlent 16.10.2025 16:24
Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum. Erlent 14.10.2025 14:52
Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Einn þekktasti rússneski stjórnarandstæðingur Rússlands telur að enginn friður verði í Evrópu fyrr en Vladimír Pútín hafi verið bolað frá og lýðræði innleitt í Rússland. Nauðsynlegt sé að undirbúa slíka byltingu.Hann hvetur almenning til að skrifa pólitískum föngum í landinu bréf, það hafi bjargað lífi hans. Innlent 13.10.2025 20:53
Íslenskur Pútínismi Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Skoðun 13.10.2025 20:00
Hægagangur á rússneska hagkerfinu Stór fyrirtæki í Rússlandi eru að draga saman seglin þar sem dregið hefur úr umsvifum stríðshagkerfisins svo kallaða. Á sama tíma hefur neysla dregist saman í Rússlandi og einnig útflutningur. Ekki er þó verið að segja upp fólki heldur fækka vinnustundum og beita öðrum leiðum til að lækka kostnað. Erlent 9.10.2025 18:41
Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Rússar segja að sú hreyfing sem hafi verið komin á friðarviðræður varðandi hernað Rússa í Úkraínu eftir fund Vladimírs Pútín og Donalds Trump í Alaska í haust sé horfin. Sergei Ríabkóv, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði við blaðamenn í Rússlandi í dag að það væri að mestu ráðamönnum í Evrópu að kenna. Erlent 8.10.2025 19:01
Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að selja Úkraínumönnum Tomahawk stýriflaugar. Næstum því. Fyrst vilji hann ganga úr skugga um hvað Úkraínumenn vilji gera við þær. Erlent 6.10.2025 23:01
„Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir heiminn vera að ganga í gegnum miklar og hraðar breytingar og hann sé þegar orðinn fjölpóla. Í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Rússlandi í gær og ummælum í pallborðsummælum sagði Pútín meðal annars að ríki Evrópu væru mörg í stríði við Rússland en það væri fáránlegt að halda að Rússar myndu ráðast á önnur ríki. Erlent 3.10.2025 14:36
Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Framleiðslugeta Rússa á olíu hefur dregist verulega saman og er það að miklu leyti vegna árása Úkraínumanna á olíuvinnslur og tengda innviði. Langan tíma gæti tekið að leysa vandamálið en fregnir af löngum röðum við bensínstöðvar verða sífellt algengari og bensínverð hefur hækkað mjög. Viðskipti erlent 1.10.2025 16:04
Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa. Erlent 30.9.2025 10:37
Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. Erlent 28.9.2025 07:52
Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. Erlent 27.9.2025 16:01
Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 25.9.2025 16:53
Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. Erlent 24.9.2025 15:06