Evrópusambandið

Fréttamynd

Telja Evrópu traðka niður and­óf gegn Úkraínustríðinu

Bandarísk stjórnvöld telja evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið í Úkraínu og að þeir beiti ólýðræðislegum aðferðum til að þagga niður í andófsröddum við það heima fyrir. Þá telja þau Evrópu standa frammi fyrir „eyðingu“ siðmenningar sinnar.

Erlent
Fréttamynd

ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða

Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Biðla til Belga en tvær til­lögur á borðinu

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa lagt fram tvær tillögur um hvernig Evrópuríkin gætu aðstoðað Úkraínumenn við að fjármagna baráttu sína gegn Rússum næstu tvö árin.

Erlent
Fréttamynd

Vöruðu við því að Banda­ríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu

Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Leggja fram á­ætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun leggja til að frystar eignir Rússa í Belgíu og öðrum Evrópuríkjum verði notaðar til að fjármagna 165 milljarða evra lán til Úkraínu. Peningarnir yrðu notaðir til að fjármagna ríkisrekstur og varnir Úkraínu á næstu árum.

Erlent
Fréttamynd

Segist til­búinn í stríð við Evrópu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi utanríkismálastjóri ESB hand­tekinn

Federica Mogherini, fyrrverandi utanríkismálstjóri Evrópusambandsins, er sögð ein þriggja einstaklinga sem voru handteknir í aðgerðum belgísku lögreglunnar í dag. Húsleit var einnig gerð hjá utanríkisþjónustu sambandsins en aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á meintu misferli í útboði.

Erlent
Fréttamynd

Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægi­lega vel við Úkraínu

Úkraínsk sendinefnd er á leið til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hun mun funda með utanríkisráðherra landsins og aðalsamningamanni Bandaríkjastjórnar um friðartillögurnar sem lagðar voru fram um síðustu helgi. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum vonar að viðræðurnar skili jákvæðum árangri en aðdragandi fundarins hafi ekki verið góður.

Erlent
Fréttamynd

Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu

Mikill meirihluti þingmanna á þingi Evrópusambandsins samþykkti á miðvikudaginn skýrslu utanríkismálanefndar þingsins um stefnu sambandsins gagnvart norðurslóðum eða 510 á móti 75 en hún hafði áður hlotið samþykki mikils meirihluta fulltrúa í nefndinni.

Skoðun
Fréttamynd

Belgar óttast að þurfa að endur­greiða Rússum

Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Funda með starfs­mönnum Vélfags um fram­haldið

Starfsmenn Vélfags á Akureyri hafa verið boðaðir til starfsmannafundar klukkan tíu. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að þar verði farið yfir framhaldið. Starfsemi Vélfags hefur legið niðri vegna þvingunaraðgerða sem það sætir vegna tengsla við rússneskt fyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir Rússa ekki hafa al­vöru á­huga á við­ræðum

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd.

Erlent
Fréttamynd

„Hugsan­leg á­hrif“ Ís­lands innan ESB

Hörðum stuðningsmönnum inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur gengið afar brösulega að bregðast við þeirri staðreynd að vægi landsins við ákvarðanatöku innan sambandsins yrði allajafna sáralítið og færi í langflestum tilfellum eftir íbúafjölda þess.

Skoðun
Fréttamynd

Vill láta hart mæta hörðu

Formaður Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum flokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um endurskoðun tollameðferðar á matvælum, beitingu öryggisákvæðis EES og tímabundna lækkun virðisaukaskatts af matvælum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundað um frið í Abú Dabí

Bandarískir og rússneskir erindrekar komu saman í Abú Dabí í Sameinuðu furstadæmunum í morgun. Þar stendur til að ræða frið í Úkraínu og tillögurnar sem fyrir liggja. Ólíklegt þykir að Rússar muni samþykkja þessar tillögur, sem hafa tekið nokkrum breytingum frá því þær litu fyrst dagsins ljós.

Erlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af kröfum Vélfags og meirihluta eiganda þess í morgun. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem er talið hluti af skuggaflota Rússa frá því í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fengið já­kvæð við­brögð frá Evrópu­sam­bandinu

Utanríkisráðherra fundaði með fulltrúum atvinnulífsins í dag um verndartolla Evrópusambandsins (ESB) á kísiljárn frá Íslandi og Noregi. Sjónarmið Íslands hafa hlotið hljómgrunn hjá ESB eftir að niðurstaðan lá fyrir, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þá hafi ESB gefið til kynna að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sím­talið hafi verið á­byrgðar­laust og ó­raun­hæft

Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum.

Innlent
Fréttamynd

Öllum í Brussel drullusama um hefndar­að­gerðir Ís­lands

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir blasa við að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki gert ráð fyrir að álagning verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi mættu slíkri andstöðu og raun bar vitni. Atkvæðagreiðslunni hafi verið frestað sem gerist örsjaldan og smala hafi þurft löndum til að fá aðgerðirnar í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Hafna kröfu Rússa um undan­hald frá Dónetsk

Erindrekar og embættismenn frá Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum ríkjum Evrópu koma saman í Genf í Sviss í dag þar sem ræða á umdeildar friðartillögur sem eiga að  koma frá Bandaríkjamönnum, varðandi stríðið í Úkraínu. Úkraínskir og evrópskir erindrekar eru sagðir tilbúnir til að samþykkja þó nokkra af liðum ætlunarinnar en ætla að krefjast töluverðra breytinga.

Erlent
Fréttamynd

Þing­menn segja eitt en Rubio annað: Marg­saga um upp­runa og til­gang friðartillagnanna

Bandarískir þingmenn sögðust í gærkvöldi hafa rætt við Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og að hann hefði sagt þeim að friðartillögur sem Bandaríkjamenn væru að reyna að fá Úkraínumenn til að samþykkja væru „óskalisti“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þingmennirnir höfðu eftir Rubio að tillögurnar mörkuðu ekki raunverulega afstöðu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

And­staða eykst í Noregi gegn aðild

Andstaða gegn aðild að Evrópusambandinu hefur aukist í Noregi og lýsa 49 prósent Norðmanna sig núna andsnúna því að ganga í sambandið. Í samsvarandi könnun í marsmánuði sögðust 43 prósent andvíg aðild Noregs að sambandinu. Andstaðan eykst mest meðal ungs fólks.

Erlent
Fréttamynd

Pútín tekur vel í „friðar­á­ætlun Trumps“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að friðaráætlun sem kynnt var fyrir ráðamönnum í Úkraínu á dögunum, gæti verið grunnur að friðarsamkomulagi milli Rússlands og Úkraínu. Á fundi þjóðaröryggisráðs Rússlands í gærkvöldi hótaði Pútín að leggja undir sig enn meira landsvæði í Úkraínu, verði áætlunin ekki samþykkt.

Erlent
Fréttamynd

„Annað­hvort þessir 28 liðir eða gífur­lega erfiður vetur“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár.

Erlent