Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Bandarískur embættismaður á snærum Hvíta hússins reyndi að hafa áhrif á rannsókn á Andrew Tate, sem sakaður er um mansal í þremur löndum, fyrr á þessu ári. Skammaði hann fulltrúa heimavarnarráðuneytis og skipaði þá að skila snjalltækjum Tate sem landamæraverðir lögðu hald á. Erlent 18.11.2025 14:19
Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Cristiano Ronaldo hefur óskað eftir því að hitta Donald Trump og í dag verður honum að þessari ósk sinni. Fótbolti 18.11.2025 14:00
Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram næsta sumar í Bandaríkjunum og það bættust við þátttökuþjóðir á hverjum degi í þessum landsliðsglugga. Margir hafa aftur á móti áhyggjur af vandræðum innflytjenda í Bandaríkjunum en forseti FIFA reyndi að létta eitthvað af þeim áhyggjum eftir fund með Bandaríkjaforseta. Fótbolti 18.11.2025 06:30
Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Kai Trump var í miklum vandræðum á fyrsta hringnum sínum á Annika-mótinu og endaði daginn í síðasta sætinu. Golf 14. nóvember 2025 11:02
Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Þungvopnaðir útsendarar Landamæragæslu Bandaríkjanna og Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) sigu úr herþyrlu á þak fjölbýlishúss í Chicago. Hús þetta átti að vera fullt af alræmdum glæpamönnum úr genginu Tren de Aragua frá Venesúela og voru íbúar dregnir út úr rúmum sínum, handjárnaðir og fluttir út á götu fyrir framan sjónvarpsfréttafólk sem hafði verið boðið að fylgjast með áhlaupinu. Erlent 14. nóvember 2025 10:02
Vilja ekki feita innflytjendur Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað starfsmönnum sendiráða ríkisins að taka tillit til holdafars fólks sem sækir um vegabréfsáritun til að búa í Bandaríkjunum. Einnig á að taka tillit til þess hvort fólk sé með sykursýki eða aðra heilsukvilla og nota þá til að hafna umsóknum fólks. Erlent 14. nóvember 2025 08:44
BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Breska ríkisútvarpið hefur nú beðið Donald Trump Bandaríkjaforseta formlega afsökunar á því að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum úr ræðu hans þann 6. janúar 2021 í fréttaskýringaþættinum Panorama með þeim afleiðingum að á forsetanum mátti skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna með beinum hætti. Erlent 14. nóvember 2025 07:35
„Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. Erlent 13. nóvember 2025 11:03
Alríki fjármagnað út janúar 2026 Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í nótt nýtt frumvarp um fjármögnun alríkisins, hvers starfsemi hefur verið lömuð í yfir fjörtíu daga. Erlent 13. nóvember 2025 07:46
Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skyldu til að höfða mál gegn BBC vegna þess hvernig ræða hans 6. janúar 2021 var klippt í þætti ríkisútvarpsins. Hótunin um lögsókn þykir til marks um að herferð forsetans gegn fjölmiðlum og fyrirtækjum sem þóknast honum ekki sé nú komin út fyrir landsteinana. Þó nokkrir fjölmiðlar og fyrirtæki vestanhafs hafa lúffað fyrir honum og jafnvel greitt fúlgur fjár í sjóði sem tengjast honum. Erlent 12. nóvember 2025 23:01
Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. Erlent 12. nóvember 2025 14:43
Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Stærsta flugmóðurskip heims er nú komið til Karíbahafsins og bætir þar verulega við þann herafla Bandaríkjamanna sem Donald Trump, forseti, hefur áður sent á svæðið. Yfirvöld í Venesúela boða heræfingar vegna aukinnar hernaðaruppbyggingar Bandaríkjamanna. Erlent 12. nóvember 2025 10:06
Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Ráðamenn í Kína leita leiða til að koma í veg fyrir að sjaldgæfir málmar og afurðir úr þeim rati til bandarískrar hergagnaframleiðslu. Það er eftir að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar ríkjanna, gerðu samkomulag í síðasta mánuði um að Kínverjar opnuðu aftur á flæði sjaldgæfra málma til Bandaríkjanna, eftir að hafa stöðvað það nánast alfarið. Viðskipti erlent 11. nóvember 2025 14:03
Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Bandaríkjaforseti hefur hótað breska ríkisútvarpinu lögsókn upp á milljarð dollara fyrir að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum. Forstöðumaður og fréttastjóri miðilsins hafa þegar sagt af sér vegna málsins. Erlent 10. nóvember 2025 23:20
Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Margir þingmenn Demókrataflokksins í báðum deildum þings virðast mjög ósáttir við nokkra kollega sína í öldungadeildinni sem greiddu í gær atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Atkvæðin gætu leitt til þess að rekstur alríkisins vestanhafs hefjist á nýjan leik en án þess þó að Demókratar fái nokkuð fyrir mótmælin undanfarinn 41 dag. Erlent 10. nóvember 2025 16:45
Sögð ætla að leita á náðir Trumps Ghislaine Maxwell ætlar að biðja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að milda dóm hennar og sleppa henni úr fangelsi. Að óbreyttu á hún að sitja inni til loka ársins 2037 en Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hafa sent Trump bréf og sagt honum að þetta standi til. Erlent 10. nóvember 2025 12:22
Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur náðað yfir 75 einstaklinga sem voru sagðir hafa átt þátt í aðgerðum til að freista þess að snúa niðurstöðum forsetakosninganna árið 2020. Erlent 10. nóvember 2025 07:52
Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Átta þingmenn Demókrataflokksins í öldungadeild bandaríska þingsins greiddu atkvæði með Repúblikönum þegar gengið var til atkvæðagreiðslu í gærkvöldi um að taka fyrir frumvarp til að greiða fyrir opnun alríkisins. Erlent 10. nóvember 2025 06:28
Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Forstöðumaður og fréttastjóri breska ríkisútvarpsins hafa sagt af sér eftir að greint var frá því að við gerð heimildamyndar úr smiðju BBC Panorama hefði tveimur ræðum Donalds Trump verið skeytt saman í klippingu til að láta í veðri vaka að hann hefði hvatt til óeirðanna kenndra við sjötta janúar með beinni hætti en hann í raun gerði. Erlent 9. nóvember 2025 18:31
„Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Það er enginn vafi á því að norski íþróttafréttamaðurinn Jan Petter Saltvedt er alls ekki aðdáandi nýju friðarverðlauna FIFA. Fótbolti 7. nóvember 2025 06:47
Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Rússneskir hermenn virðast nærri því að vinna sinn stærsta sigur í rúm tvö ár. Borgin Pokrovsk, sem Rússar hafa reynt að ná úr höndum Úkraínumanna í um eitt og hálft ár og hafa þeir sent umfangsmikinn herafla á svæðið til að ná því markmiði. Erlent 6. nóvember 2025 22:44
„Samlokumaðurinn“ sýknaður Bandarískur maður sem gengið hefur undir nafninu „samlokumaðurinn“ undanfarnar vikur var í kvöld sýknaður af tiltölulega smávægilegri ákæru fyrir að kasta samloku í starfsmann Landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Það gerði maðurinn, sem heitir Sean Dunn, í miðbæ Washington DC í ágúst. Erlent 6. nóvember 2025 20:22
Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Maður féll í yfirlið í skrifstofu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í kvöld. Það gerðist á blaðamannafundi þar sem Trump og ráðherrar hans voru að kynna samkomulag um lækkun verðs á þyngdarstjórnunarlyfjum í Bandaríkjunum. Erlent 6. nóvember 2025 18:52
Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur búið til ný friðarverðlaun sambandsins sem veitt verða í fyrsta sinn við dráttinn fyrir heimsmeistaramót karla í Washington D.C. Fótbolti 6. nóvember 2025 06:30
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent