Fundað um frið í Abú Dabí Bandarískir og rússneskir erindrekar komu saman í Abú Dabí í Sameinuðu furstadæmunum í morgun. Þar stendur til að ræða frið í Úkraínu og tillögurnar sem fyrir liggja. Ólíklegt þykir að Rússar muni samþykkja þessar tillögur, sem hafa tekið nokkrum breytingum frá því þær litu fyrst dagsins ljós. Erlent 25.11.2025 12:03
Gerðu loftárásir á báða bóga Rússar og Úkraínumenn gerður loftárásir á báða bóga í nótt þar sem mannfall varð úr röðum almennra borgara. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið flaugum og flogið drónum á höfuðborgina Kænugarð, þar sem að minnsta kosti tvær íbúðablokkir urðu fyrir sprengjum. Erlent 25.11.2025 07:22
Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Stjórnvöld í Úkraínu hafa gert umfangsmiklar breytingar á svokallaðri "friðaráætlun" Bandaríkjanna og Rússlands, sem stendur nú í nítján atriðum í stað 28. Erlent 25.11.2025 06:42
Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent 23.11.2025 08:46
Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að friðaráætlun sem kynnt var fyrir ráðamönnum í Úkraínu á dögunum, gæti verið grunnur að friðarsamkomulagi milli Rússlands og Úkraínu. Á fundi þjóðaröryggisráðs Rússlands í gærkvöldi hótaði Pútín að leggja undir sig enn meira landsvæði í Úkraínu, verði áætlunin ekki samþykkt. Erlent 22. nóvember 2025 08:32
Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Ekki stendur til að auka hernaðarstuðning við Úkraínu á næsta ári þótt gert sé ráð fyrir að útgjöld Íslands til öryggis- og varnarmála hækki um einn og hálfan milljarð á milli ára. Útgjöld Íslands komast ekki á blað í samanburði við önnur bandalagsríki en forsætisráðherra gerir ráð fyrir að framlag Íslands verði rætt í heimsókn framkvæmdastjóra NATO til landsins í næstu viku. Vinna stendur yfir á vettvangi NATO sem og hér innanlands við að skilgreina hvaða útgjöld megi telja til 1,5% framlags bandalagsríkja af vergri landsframleiðslu til að efla varnir og viðnámsþrótt. Innlent 21. nóvember 2025 20:33
„Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Erlent 21. nóvember 2025 15:52
„Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Fulltrúar bandarískra og rússneskra stjórnvalda hafa hafa útbúið friðartillögur í 28 liðum til að enda stríðið í Úkraínu. Skoðun 21. nóvember 2025 15:17
Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. Erlent 21. nóvember 2025 13:30
Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Bandarískir erindrekar kynntu í gær 28 liða friðaráætlun fyrir ráðamönnum í Kænugarði. Áætlunin þykir þegar umdeild og var henni í gær lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Erlent 21. nóvember 2025 10:33
Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. Erlent 21. nóvember 2025 06:55
Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna. Erlent 20. nóvember 2025 14:38
Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Karyna Bakhur, sautján ára meistari í sparkboxi og kósakkabardaga, féll í rússneskri árás á bæinn Berestyn í Kharkiv-héraði í Úkraínu. Þrátt fyrir tilraunir lækna til að bjarga henni lést Karyna af sárum sínum eftir að hafa fengið í sig sprengjubrot. Sport 20. nóvember 2025 06:32
Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Að minnsta kosti 25 eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarhúsnæði í vesturhluta Úkraínu. Rúmlega sjötíu særðust í árásinni. Erlent 19. nóvember 2025 19:48
Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. Erlent 19. nóvember 2025 13:30
Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Ráðamenn í Póllandi hafa ákveðið að gera Rússum að loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússlands í Póllandi. Er það í kjölfar skemmdarverks á lestarteinum í Póllandi sem yfirvöld þar hafa sakað Rússa um að bera ábyrgð á. Erlent 19. nóvember 2025 11:38
Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Forsætisráðherra Póllands segir að tveir Úkraínumenn sem starfa fyrir rússnesku leyniþjónustuna hafi framið skemmdarverk á lestarteinum um helgina. Annar þeirra hafi þegar hlotið dóm fyrir skemmdarverk í heimalandi sínu. Erlent 18. nóvember 2025 15:00
Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Stjórnvöld í Úkraínu hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotur, dróna, loftvarnakerfi og annan búnað af Frökkum á næstu tíu árum. Erlent 18. nóvember 2025 06:58
Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Ekkja fyrsta fórnarlambs versta kjarnorkuslyss sögunnar í Tsjernobyl er sögð hafa farist í drónaárásum Rússa á Kænugarð í síðustu viku. Hún hafi látist af sárum sínum eftir að íransku Shahed-dróni lenti á húsi þar sem fyrrverandi starfsmenn kjarnorkuversins búa. Erlent 17. nóvember 2025 12:02
Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Pólsk stjórnvöld fullyrða að vísvitandi skemmdarverk hafi átt sér stað um helgina þegar sprenging eyðilagði lestarteina sem tengja Varsjá og Lublin. Engan sakaði í sprengingunni. Erlent 17. nóvember 2025 10:06
Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Oleksii Kuleba, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu með ábyrgð á innviðum, segir að yfir 800 árásir hafi verið skráðar frá áramótum á lestarkerfi landsins. Það sé tilraun Rússa til að eyðileggja eða takmarka flutningsgetu. Hann segir árásir á innviði, frá upphafi árs, hafa valdið tjóni sem nemur einum milljarði dollara. Erlent 15. nóvember 2025 08:58
Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Úkraínumenn gerðu í nótt árásir á þó nokkur skotmörk í Rússlandi, á sama tíma og Rússar létu sprengjum rigna yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Meðal annars var notast við nýja gerð Neptune-stýriflauga sem sagðar eru drífa allt að þúsund kílómetra. Erlent 14. nóvember 2025 15:44
Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Eldar kviknuðu víða um borgina og að minnsta kosti ellefu særðust. Fimm voru lagðir inn á sjúkrahús, þeirra á meðal þunguð kona og einn í lífshættu. Erlent 14. nóvember 2025 06:46
Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Óttast er að Úkraínumenn séu að gera sömu mistök og þeir hafa gert áður, með því að reyna að halda ákveðnum bæ eða borg of lengi. Sérfræðingar og einhverjir yfirmenn í úkraínska hernum eru sagðir hafa áhyggjur af því að fall borgarinnar Pokrovsk sé orðið óhjákvæmilegt og að áframhaldandi vörn borgarinnar muni reynast dýrkeypt. Erlent 13. nóvember 2025 15:23
Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Tino Chrupalla, annar af æðstu leiðtogum flokksins Valkostur fyrir Þýskaland eða AfD, segir Þýskalandi ekki stafa nokkur ógn af Rússlandi Vladimírs Pútín. Það sama segir hann þó ekki um Pólland. Churpalla telur að Þýskalandi gæti stafað ógn af Póllandi. Erlent 13. nóvember 2025 10:09