Úkraína

Fréttamynd

Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ekkert hafa breyst í hugum ráðamanna í Rússlandi, þó Vladimír Pútín og Donald Trump, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna, stefni á fund á næstunni. Rússar séu enn að hrella óbreytta borgara í Úkraínu með umfangsmiklum dróna- og eldflaugaárásum á hverri nóttu.

Erlent
Fréttamynd

Átti langt sam­tal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum.

Erlent
Fréttamynd

Bréfin björguðu lífi hans í rúss­neska fangelsinu

Einn þekktasti rússneski stjórnarandstæðingur Rússlands telur að enginn friður verði í Evrópu fyrr en Vladimír Pútín hafi verið bolað frá og lýðræði innleitt í Rússland. Nauðsynlegt sé að undirbúa slíka byltingu.Hann hvetur almenning til að skrifa pólitískum föngum í landinu bréf, það hafi bjargað lífi hans.

Innlent
Fréttamynd

Kenna Evrópu- og Banda­ríkja­mönnum um litlar líkur á friði

Rússar segja að sú hreyfing sem hafi verið komin á friðarviðræður varðandi hernað Rússa í Úkraínu eftir fund Vladimírs Pútín og Donalds Trump í Alaska í haust sé horfin. Sergei Ríabkóv, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði við blaðamenn í Rússlandi í dag að það væri að mestu ráðamönnum í Evrópu að kenna.

Erlent
Fréttamynd

„Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir heiminn vera að ganga í gegnum miklar og hraðar breytingar og hann sé þegar orðinn fjölpóla. Í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Rússlandi í gær og ummælum í pallborðsummælum sagði Pútín meðal annars að ríki Evrópu væru mörg í stríði við Rússland en það væri fáránlegt að halda að Rússar myndu ráðast á önnur ríki.

Erlent
Fréttamynd

Eðli­legt að Ís­land skoði að taka þátt

Rússar reyna á þolmörk Evrópu og það hefur aldrei verið mikilvægara að ríki álfunnar standi saman að sögn forsætisráðherra Danmerkur. Úkraínumenn munu gegna lykilhlutverki við að aðstoða önnur ríki við að koma sér upp drónavörnum og forsætisráðherra Íslands telur eðlilegt að Íslendingar taki mögulega þátt í slíku samstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að koma raf­magni aftur á kjarn­orku­verið

Kælikerfi kjarnorkuversins í Sapórisjía í Úkraínu eru enn keyrð á ljósavélum, rúmri viku eftir að síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið slitnaði. Yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA) segir ástandið alvarlegt og nauðsynlegt að tengja orkuverið aftur við stöðugt rafmagn til að draga úr hættunni á því að kjarnakljúfar orkuversins bræði úr sér, með tilheyrandi hamförum.

Erlent
Fréttamynd

Biskup Ís­lands heim­sækir Úkraínu

Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, er í Úkraínu í dag ásamt höfðuðbiskupum frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Markmið ferðarinnar er að styrkja tengsl milli norrænna kirkja og kirkjunnar í Úkraínu og sýna þeim samstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Freista þess að koma aðildar­umsókn Úkraínu fram hjá Or­bán

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins vinnur nú að því að breyta reglum um inngöngu nýrra ríkja í sambandið til þess að reyna að mjaka umsóknarferli Úkraínu og Moldóvu áfram. Öll aðildarríkin þurfa að samþykkja ný ríki en Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, leggst þvert gegn inngöngu Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarn­orku­veri

Kjarnorkuverið í Sapórisjía í Úkraínu hefur nú verið ótengt í fimm daga og kælikerfi þess keyrt með ljósavélum. Auknar áhyggjur eru uppi um öryggi kjarnorkuversins en Úkraínumenn og Rússar skiptast á að kenna hvor öðrum um ástandið.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásir stóðu yfir í rúma tólf tíma

Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar.

Erlent
Fréttamynd

Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rúss­land

Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Pútín auki ein­fald­lega stríðs­reksturinn verði hann ekki stöðvaður

Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Trump og Selenskí funda á ný

Forseti Úkraínu og forseti Bandaríkjanna koma til með að funda á ný í næstu viku á þingi Sameinuðu þjóðanna. Úkraínuforseti segist ætla ræða viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Rússum.

Erlent
Fréttamynd

Ís­land rampar upp Úkraínu

Samningur um 60 milljóna króna stuðning íslenskra stjórnvalda við verkefnið „Römpum upp Úkraínu“ næstu fjögur árin var undirritaður í húsakynnum utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Milljarðar evra streyma enn til Pútíns

Milljarðar evra streyma enn í fjárhirzlur Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins fyrir rússneska olíu og gas þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr í þeim efnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.

Skoðun
Fréttamynd

Ná­lægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása

Forsvarsmenn opinbers rússnesks félags sem rekur olíuleiðslur þar í landi hefur varað framleiðendur við því að þeir gætu þurft draga úr flæðinu vegna drónaárása. Úkraínumenn hafa lagt sérstaka áherslu á árásir á innviði olíuframleiðslu í Rússlandi á undanförnum mánuðum.

Erlent