Enski boltinn

Zouma dæmdur til sam­fé­lags­þjónustu og má ekki eiga kött í fimm ár

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kurt Zouma var dæmdur í dag.
Kurt Zouma var dæmdur í dag. Rasid Necati Aslim/Getty Images

Kurt Zouma, dýraníðingur og leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, var dag fundinn sekur um tvö brot á lögum er varða velferð dýra. 

Zouma komst í fréttirnar í febrúar á þessu ári þegar myndband af honum að beita kettina sína grófu ofbeldi sér og vinum sínum til skemmtunar. Eftir að myndbandið var birt stigu dýraverndarsamtök inn í og tóku kettina af Zouma. 

Fyrir skömmu var staðfest að Zouma færi fyrir dómara vegna athæfisins og var dæmt í málinu í dag. 

Zouma var fundinn sekur í báðum ákæruliðum og dæmdur til verja 180 klukkustundum í samfélagsþjónustu fyrir hvort brot eða 360 klukkustundum alls. Þá þarf dýraníðingurinn að bíða til ársins 2027 þangað til hann má eiga kött sem gæludýr á ný.

Zouma er 27 ára gamall miðvörður sem leikur með West Ham. Hann hefur áður leikið með Chelsea, Stoke City, Everton og Saint-Étienne í Frakklandi. Hann á að baki 11 A-landsleiki fyrir Frakkland.


Tengdar fréttir

Dýraníðingurinn Zouma játar sök

Kurt Zouma, leikmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham, játaði sök í tveim­ur ákæru­liðum vegna dýr­aníðs fyr­ir rétti í Lund­ún­um í dag.

Kvartaði í dómaranum yfir Wood sem mjálmaði á Zouma

Craig Dawson, varnarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, mun hafa kvertað í dómara leiksins þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Newcastle í gær vegna þess að framherji Newcastle, Chris Wood, mjálmaði ítrekað á Kurt Zouma.

Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum

Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×