Frá þessu er greint á hinum ýmsu miðlum, en kettirnir tveir eru nú í umsjá RSPCA (e. Royal Society for the Prevention of Cruelty to Animals). Þá sektaði West Ham leikmanninn um 250 þúsund pund fyrir atvikið, sem samsvarar tveggja vikna launum leikmannsins.
OFFICIAL: Kurt Zouma has lost his sponsorship deal with Adidas.
— Squawka News (@SquawkaNews) February 9, 2022
In a statement the company said: "We have concluded our investigation and can confirm Kurt Zouma is no longer an adidas contracted athlete."
Zouma er ekki sá eini til að missa styrktaraðila, en Vitality hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við knattspyrnufélagið Wet Ham. Forsvarsmenn Vitality ákváðu að segja upp samningi sínum við félagið vegna lélegra viðbragða við myndbandinu sem birtist af leikmanninum.
Kurt Zouma var í byrjunarliði West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær og lék allan leikinn í 1-0 sigri gegn Watford.
„Okkur var illa brugðið þegar við sáum myndbandið af Kurt Zouma,“ stóð í yfirlýsingu frá Vitality.
„Hér hjá Vitality fordæmum við dýraníð og ofbeldi af öllu tagi. Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með ákvarðanatöku félagsins í kjölfar atviksins og munum því segja upp styrktarsamningi okkar við West Ham þegar í stað.“