Enski boltinn

Dýraníðingurinn Zouma játar sök

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Myndband af Kurt Zouma þar sem leikmaðurinn sést sparka í og slá köttinn sinn fór eins og eldur um sinu á dögunum.
Myndband af Kurt Zouma þar sem leikmaðurinn sést sparka í og slá köttinn sinn fór eins og eldur um sinu á dögunum. Craig Mercer/MB Media/Getty Images

Kurt Zouma, leikmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham, játaði sök í tveim­ur ákæru­liðum vegna dýr­aníðs fyr­ir rétti í Lund­ún­um í dag.

Myndband af leikmanninum fór í dreifingu á dögunum þar sem hann sést sparka í og slá köttinn sinn og í kjölfarið var hann ákærður í þremur ákæruliðum fyrir brot gegn velferð dýra. Þá sést Zouma einnig kasta skóm í átt að kettinum á myndbandinu ásamt því að heyrist til hans segjast ætla að drepa dýrið.

Zouma gekkst við tveimur ákæruliðum að hafa valdið vernduðu dýri óþarfa skaða.

Þá var bróðir hans, Yoan Zouma, einnig ákærður, en hann tók myndbandið upp. Yoan er leikmaður Dagenham and Redbridge, en hann játaði sök í einum ákærulið sem snéri að því að aðstoða, veita ráðgjöf eða fá bróður sinn til þess að fremja brot.

Dómur í málinu verður kveðinn upp miðvikudaginn 1. júní.


Tengdar fréttir

Dýra­níðingurinn spilar lík­lega ekki meira á leik­tíðinni

Franski miðvörðurinn Kurt Zouma mun að öllum líkindum ekki spila meira með West Ham United á leiktíðinni vegna meiðsla sem hann varð fyrir um helgina. Mögulega beit karma hann þar í rassinn en Zouma gerðist sekur um dýraníð fyrr á leiktíðinni.

Kvartaði í dómaranum yfir Wood sem mjálmaði á Zouma

Craig Dawson, varnarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, mun hafa kvertað í dómara leiksins þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Newcastle í gær vegna þess að framherji Newcastle, Chris Wood, mjálmaði ítrekað á Kurt Zouma.

Myndband af dýraníð Zouma hafði ekki áhrif á liðsvalið

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var harðlega gagnrýndur í gærkvöldi fyrir að stilla varnarmanninum Kurt Zouma upp í byrjunaliði liðsins er West Ham tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni eftir að myndband af Zouma að sparka í köttinn sinn birtist á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×