Enski boltinn

Yoan Zouma fær ekki að spila eftir dýraníð bróður síns

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Yoan Zouma fær ekki að spila með félagsliði sínu eftir að hann tók upp myndband af bróður sínum níðast á köttunum sínum.
Yoan Zouma fær ekki að spila með félagsliði sínu eftir að hann tók upp myndband af bróður sínum níðast á köttunum sínum. Mark Fletcher/MI News/NurPhoto via Getty Images

Yoan Zouma, bróðir Kurt Zouma, fær ekki að spila með liði sínu á meðan að mál bróður hans er til rannsóknar hjá dýraverndunarsamtökunum RSPCA.

Yoan Zouma er leikmaður Dagenham & Redbridge í ensku fimmtu deildinni, en liðið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að leikmaðurinn mun ekki spila fyrir félagið á meðan að mál bróður hans er í rannsókn.

Yoan var sá sem tók upp myndbandið af Kurt Zouma sparka í og slá kettina sína sem rataði á samfélagsmiðla á dögunum.

Leikmaðurinn hefur beðist afsökunar á sínum þætti í atvikinu og segist sjá eftir því að hafa tekið þátt í því.

Þá kemur fram í yfirlýsingu Dagenham & Redbridge að RSPCA (e. Royal Society for the Prevention of Cruelty of Animals) hafi haft samband við Yoan og að hann sé að aðstoða samtökin við rannsóknina.

„Dagenham & Redbridge vilja ítreka að félagið fordæmir dýraníð af öllu tagi og skilur viðbrögð stuðningsmanna seinustu daga,“ segir í yfirlýsingu félagsins. 

„Félagið hefur því tekið þá ákvörðun að Yoan mun ekki spila fyrir liðið fyrr en að RSPCA hefur lokið rannsókn sinni. Frekari ákvarðanir varðandi málið verða teknar þegar niðurstaða RSPCA liggur fyrir.“


Tengdar fréttir

Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum

Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA.

Myndband af dýraníð Zouma hafði ekki áhrif á liðsvalið

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var harðlega gagnrýndur í gærkvöldi fyrir að stilla varnarmanninum Kurt Zouma upp í byrjunaliði liðsins er West Ham tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni eftir að myndband af Zouma að sparka í köttinn sinn birtist á samfélagsmiðlum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.