Kvartaði í dómaranum yfir Wood sem mjálmaði á Zouma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. febrúar 2022 11:00 Kurt Zouma og Chris Wood eigast við í leik gærdagsins. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images Craig Dawson, varnarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, mun hafa kvertað í dómara leiksins þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Newcastle í gær vegna þess að framherji Newcastle, Chris Wood, mjálmaði ítrekað á Kurt Zouma. Eins og flestir vita birtist myndband af Zouma á dögunum þar sem leikmaðurinn sést níðast á köttunum sínum. Á myndbandinu má sjá Zouma slæa kettina sína og sparka í þá. Ef marka má hina ýmsu miðla á samfélagsmiðlinum Twitter þá nýtti Chris Wood, framherji Newcastle, sér þetta atvik til að reyna að koma varnarmanninum úr jafnvægi. Wood á að hafa mjálmað á Zouma í hvert skipti sem þeir áttust við í leiknum. Þessi hegðun fór ekki vel í liðsfélaga Zouma, en samkvæmt þessum sömu miðlum á Twitter á Craig Dawson að hafa fengið nóg og farið og kvartað í dómaranum yfir þessu athæfi nýsjálenska framherjans. Rumours are that Craig Dawson complained to the Ref during the West Ham Newcastle game because Chris Wood kept 'meowing' at Kurt Zouma 😅 pic.twitter.com/UKIgO1VtDl— Footy Accumulators (@FootyAccums) February 19, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir West Ham mistókst að endurheimta Meistaradeildarsætið West Ham og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heimamenn í West Ham gátu lyft sér aftur upp í Meistaradeildarsæti með sigri, en Newcastle er nú fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið. 19. febrúar 2022 14:25 Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 9. febrúar 2022 18:01 Myndband af dýraníð Zouma hafði ekki áhrif á liðsvalið David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var harðlega gagnrýndur í gærkvöldi fyrir að stilla varnarmanninum Kurt Zouma upp í byrjunaliði liðsins er West Ham tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni eftir að myndband af Zouma að sparka í köttinn sinn birtist á samfélagsmiðlum. 9. febrúar 2022 07:01 Varnarmaður West Ham biðst afsökunar á dýraníði Kurt Zouma, varnarmaður West Ham United, hefur beðist afsökunar á því að hafa níðst á köttunum sínum. 8. febrúar 2022 07:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
Eins og flestir vita birtist myndband af Zouma á dögunum þar sem leikmaðurinn sést níðast á köttunum sínum. Á myndbandinu má sjá Zouma slæa kettina sína og sparka í þá. Ef marka má hina ýmsu miðla á samfélagsmiðlinum Twitter þá nýtti Chris Wood, framherji Newcastle, sér þetta atvik til að reyna að koma varnarmanninum úr jafnvægi. Wood á að hafa mjálmað á Zouma í hvert skipti sem þeir áttust við í leiknum. Þessi hegðun fór ekki vel í liðsfélaga Zouma, en samkvæmt þessum sömu miðlum á Twitter á Craig Dawson að hafa fengið nóg og farið og kvartað í dómaranum yfir þessu athæfi nýsjálenska framherjans. Rumours are that Craig Dawson complained to the Ref during the West Ham Newcastle game because Chris Wood kept 'meowing' at Kurt Zouma 😅 pic.twitter.com/UKIgO1VtDl— Footy Accumulators (@FootyAccums) February 19, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir West Ham mistókst að endurheimta Meistaradeildarsætið West Ham og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heimamenn í West Ham gátu lyft sér aftur upp í Meistaradeildarsæti með sigri, en Newcastle er nú fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið. 19. febrúar 2022 14:25 Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 9. febrúar 2022 18:01 Myndband af dýraníð Zouma hafði ekki áhrif á liðsvalið David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var harðlega gagnrýndur í gærkvöldi fyrir að stilla varnarmanninum Kurt Zouma upp í byrjunaliði liðsins er West Ham tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni eftir að myndband af Zouma að sparka í köttinn sinn birtist á samfélagsmiðlum. 9. febrúar 2022 07:01 Varnarmaður West Ham biðst afsökunar á dýraníði Kurt Zouma, varnarmaður West Ham United, hefur beðist afsökunar á því að hafa níðst á köttunum sínum. 8. febrúar 2022 07:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
West Ham mistókst að endurheimta Meistaradeildarsætið West Ham og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heimamenn í West Ham gátu lyft sér aftur upp í Meistaradeildarsæti með sigri, en Newcastle er nú fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið. 19. febrúar 2022 14:25
Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 9. febrúar 2022 18:01
Myndband af dýraníð Zouma hafði ekki áhrif á liðsvalið David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var harðlega gagnrýndur í gærkvöldi fyrir að stilla varnarmanninum Kurt Zouma upp í byrjunaliði liðsins er West Ham tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni eftir að myndband af Zouma að sparka í köttinn sinn birtist á samfélagsmiðlum. 9. febrúar 2022 07:01
Varnarmaður West Ham biðst afsökunar á dýraníði Kurt Zouma, varnarmaður West Ham United, hefur beðist afsökunar á því að hafa níðst á köttunum sínum. 8. febrúar 2022 07:30