Enski boltinn

Dýra­níðingurinn Kurt Zouma fer fyrir dómara í vikunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kurt Zouma, miðvörður West Ham United og dýraníðingur.
Kurt Zouma, miðvörður West Ham United og dýraníðingur. Marc Atkins/Getty Images

Kurt Zouma, dýraníðingur og miðvörður enska fótboltafélagsins West Ham United, þarf að mæta fyrir dómara á morgun, þriðjudag, vegna þess ofbeldis sem hann beitti þáverandi gæludýr sín.

Fyrr á þessu ári – í febrúar nánar tiltekið – birti einhver nákominn hinum 27 gamla Zouma myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann sést beita þáverandi gæludýr sín, tvo ketti, ofbeldi. Í myndbandinu má sjá Zouma slá og sparka í kettina.

Kurt og bróðir hans Yoan þurfa að mæta í dómsal á morgun þar sem þeir eru ákærðir fyrir að brjóta reglur um velferð dýra.

Leikmaðurinn spilaði áfram með West Ham eftir að atvikið komst upp en David Moyes, þjálfari liðsins sagði ekkert því til fyrirstöðu að Kurt myndi spila með West Ham. 

Sumir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar reyndu að taka Kurt úr jafnvægi með því að mjálma í eyrað á honum eftir að upp komst um atvikið.

Dýrin voru í kjölfarið tekin af Zouma og á morgun kemur í ljós hver refsingin verður fyrir þetta ömurlega athæfi.


Tengdar fréttir

Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum

Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA.

Dýra­níðingurinn spilar lík­lega ekki meira á leik­tíðinni

Franski miðvörðurinn Kurt Zouma mun að öllum líkindum ekki spila meira með West Ham United á leiktíðinni vegna meiðsla sem hann varð fyrir um helgina. Mögulega beit karma hann þar í rassinn en Zouma gerðist sekur um dýraníð fyrr á leiktíðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.