Enski boltinn

Real Madrid vill fá Sterling næsta sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling hefur tvisvar sinnum orðið Englandsmeistari með Manchester City.
Sterling hefur tvisvar sinnum orðið Englandsmeistari með Manchester City. vísir/getty

Real Madrid vill fá enska landsliðsmanninn Raheem Sterling frá Manchester City fyrir næsta tímabil.

Samkvæmt heimildum The Athletic fundaði umboðsmaður Sterlings með forráðamönnum Real Madrid í sumar.

Sterling ku vera opinn fyrir því að leika með Real Madrid í framtíðinni.

Enski landsliðsmaðurinn hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað fimm mörk í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann sat allan tímann á varamannabekknum þegar City rústaði Watford á laugardaginn, 8-0.

Real Madrid vann 0-1 útisigur á Sevilla í gær. Real Madrid er í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með ellefu stig, jafn mörg og topplið Athletic Bilbao.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.