Enski boltinn

Liverpool greiddi Manchester City milljón punda vegna njósna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Liverpool og Manchester City eru af mörgum talin bestu lið Englands í dag
Liverpool og Manchester City eru af mörgum talin bestu lið Englands í dag vísir/Getty
Liverpool greiddi Manchester City eina milljón punda árið 2013 vegna njósnamáls. The Times greinir frá þessu í dag.Manchester City sagði að brotist hefði verið inn í tölvukerfi þeirra sem heldur utan um nýja og/eða efnilega leikmenn.Í september 2013 greiddi Liverpool milljón punda til þess að komast að sáttum við Manchester City, en ári áður höfðu þrír fyrrum útsendarar Manchester City fært sig yfir til Liverpool.Tveir þessara útsendara og Michael Edwards, núverandi yfirmaður íþróttamála hjá Liverpool, voru sakaðir um að brjótast ítrekað inn í gagnagrunn City.Liverpool greiddi sáttagreiðsluna án þess þó að játa sök í málinu. Málið fór aldrei fyrir dómstóla.City vildi ekki tjá sig um málið við The Times og sagði talsmaður Liverpool að ekki væri hægt að svara á þessari stundu og einnig að hann myndi ekki tjá sig um trúnaðarmál félagsins.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.