Enski boltinn

Man. City búið að skora jafnmörg mörk í sex leikjum og Huddersfield gerði allt síðasta tímabil

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aguero fagnar marki sínu í dag.
Aguero fagnar marki sínu í dag. vísir/getty
Manchester City gekk frá Watford fyrr í dag er liðin mættust í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en ensku meistararnir skoruðu átta mörk.Það var fljótlega ljóst í hvað stefndi en City komst yfir strax á fyrstu mínútu. Staðan var svo orðinn 5-0 eftir átján mínútna leik.Þegar meistararnir eru búnir að spila sex leiki í deildinni þetta tímabilið hafa þeir skorað 24 mörk. Það er meira en Huddersfield skoraði alla síðustu leiktíð.Huddersfield féll úr ensku deildinni á síðustu leiktíð en liðið vann einungis þrjá leiki af 38. Þeir skoruðu einungis 22 mörk og eins og áður segir er City nú komið með 24 mörk.City minnkaði forystu Liverpool niður í tvö stig með sigrinum í dag en á morgun spilar Liverpool gegn Chelsea á útivelli.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.