Enski boltinn

Bernardo Silva gerði grín að Benjamin Mendy á Twitter en gæti verið í vandræðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bernardo Silva í leiknum gegn Watford um helgina.
Bernardo Silva í leiknum gegn Watford um helgina. vísir/getty
Bernardo Silva skoraði þrjú mörk í 8-0 sigri Manchester City á Watford um helgina en nú gæti hann verið á leiðinni í vandræði eftir færslu sem hann setti á Twitter.Sá portúgalski setti mynd af ungum Benjamin Mendy á Twitter og bar hann saman við lukkudýr frá spænsku súkkulaði fyrirtæki.Það fór illa í Twitter og allt fór í háaloft en litið var á þetta sem móðgandi kynþáttafordóma.Mendy var sagður taka þessu vel en Bernardo eyddi skömmu síðar tístinu og sagði að þessa daganna gæti hann ekki einu sinni grínast með liðsfélögum sínum.

Samkvæmt heimildum er enska knattspyrnusambandið meðvitað um færslu Bernard og íhuga nú hvort að eigi að ákæra Portúgalann eður ei. Ákvörðun um það verður væntanlega tekinn í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.