Meistararnir niðurlægðu Watford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester City fagnar marki í dag.
Manchester City fagnar marki í dag. vísir/getty
Manchester City gjörsamlega niðurlægði Watford á heimavelli í dag en ensku meistararnir skoruðu átta mörk.

City gerði út um leikinn á rúmlega fyrsta stundarfjórðungnum en David Silva skoraði markið strax á fyrstu mínútu. Sergio Aguero tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu á 7. mínútu.

Riyad Mahrez skoraði þriðja markið fimm mínútum síðar og Bernardo Silva kom City í 4-0 eftir studnarfjórðung.

Nicolas Otamendi gerði fimmta markið á átjándu mínútu en staðan var 5-0 í hálfleik. Bernardo Silva skoraði annað mark sitt og sjötta mark Man. City á 49. mínútu.

Bernardo Silva fullkomnaði þrennuna eftir klukkutímaleik og Kevin De Bruyne skoraði áttunda og síðasta markið fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 8-0.

City er nú tveimur stigum á eftir Liverpool en Liverpool á leik til góða gegn Chelsea á morgun. Watford er á botninum með tvö stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.