Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júní 2019 11:24 Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. Vísir/ap Borgaryfirvöld í París hafa gripið til þess ráðs að takmarka verulega bílaumferð í borginni til að reyna að ná tökum á mengun. Borgin hefur bannað allt að 60% bíla í umferð þar til hitabylgjan líður hjá en hátt hitastig bætir gráu ofan á svart í loftgæðamálum. Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og hitamet júnímánaðar hafa víða í álfunni verið slegin. Þá keppast slökkviliðsmenn í norðausturhluta Spánar við að ná tökum á kjarreldum sem þar geisa. Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en gert er ráð fyrir að hitinn gæti farið vel yfir 44 gráður. Franska veðurstofan setti í dag í fyrsta sinn í sögu landsins efsta varúðarstig, rauða viðvörun, í gang í fjórum héruðum í suðurhluta landsins.Sjá nánar: Rauð viðvörun vegna hitans Takmörkun á bílaumferð hefur verið útfærð þannig að einungis rafmagnsbílar eru leyfðir á götum borgarinnar auk bíla sem ganga fyrir bensíni sem skráðir voru eftir janúar 2006. Þá eru Dísel-bílar leyfðir í umferðinni sem skráðir voru eftir janúar 2011.Parísarbúar reyna að kæla sig niður í hitabylgjunni.Vísir/apTakmarkanirnar ná til rúmlega fimm milljóna bíla en margir virða þó bannið að vettugi og halda uppteknum hætti. Fyrir vikið hafa þeir einfaldlega þurft að borga sektina. Umræddir bílstjórar segja sektina, sem hljóðar upp á 9.635 íslenskar krónur hafi ekki nægilega mikinn fælingarmátt. Umferðartakmarkanir eru einnig í gildi í öðrum frönskum borgum á borð við Lyon, Marseille og Strasbourg. Hitabylgjan hefur einnig haft áhrif á skólahald í landinu en nokkrir skólastjórar hafa ákveðið að fresta prófum vegna hitans. Þá hefur verið lagt blátt bann við hvers konar flutninga á dýrum. Er það gert til að gæta að heilsu þeirra.Fréttaritari Sky News í Frakklandi segir að þar sem hitabylgjan skall á í júní sé rakastig í loftinu enn mikið sem gerir hitann erfiðari. Það er yfirleitt hærra rakastig í júní en síðsumars. „Sem gerir það að verkum að manni líður eins og það sé mun heitara hérna en það er í raun og veru og þetta mun bara versna um helgina.“ Frakkland Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hundruð slökkviliðsmanna glíma við kjarrelda í Katalóníu Hundruð slökkviliðsmanna í Katalóníu berjast nú við mestu kjarrelda svæðisins í rúm tuttugu ár. 27. júní 2019 19:42 Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Borgaryfirvöld í París hafa gripið til þess ráðs að takmarka verulega bílaumferð í borginni til að reyna að ná tökum á mengun. Borgin hefur bannað allt að 60% bíla í umferð þar til hitabylgjan líður hjá en hátt hitastig bætir gráu ofan á svart í loftgæðamálum. Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og hitamet júnímánaðar hafa víða í álfunni verið slegin. Þá keppast slökkviliðsmenn í norðausturhluta Spánar við að ná tökum á kjarreldum sem þar geisa. Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en gert er ráð fyrir að hitinn gæti farið vel yfir 44 gráður. Franska veðurstofan setti í dag í fyrsta sinn í sögu landsins efsta varúðarstig, rauða viðvörun, í gang í fjórum héruðum í suðurhluta landsins.Sjá nánar: Rauð viðvörun vegna hitans Takmörkun á bílaumferð hefur verið útfærð þannig að einungis rafmagnsbílar eru leyfðir á götum borgarinnar auk bíla sem ganga fyrir bensíni sem skráðir voru eftir janúar 2006. Þá eru Dísel-bílar leyfðir í umferðinni sem skráðir voru eftir janúar 2011.Parísarbúar reyna að kæla sig niður í hitabylgjunni.Vísir/apTakmarkanirnar ná til rúmlega fimm milljóna bíla en margir virða þó bannið að vettugi og halda uppteknum hætti. Fyrir vikið hafa þeir einfaldlega þurft að borga sektina. Umræddir bílstjórar segja sektina, sem hljóðar upp á 9.635 íslenskar krónur hafi ekki nægilega mikinn fælingarmátt. Umferðartakmarkanir eru einnig í gildi í öðrum frönskum borgum á borð við Lyon, Marseille og Strasbourg. Hitabylgjan hefur einnig haft áhrif á skólahald í landinu en nokkrir skólastjórar hafa ákveðið að fresta prófum vegna hitans. Þá hefur verið lagt blátt bann við hvers konar flutninga á dýrum. Er það gert til að gæta að heilsu þeirra.Fréttaritari Sky News í Frakklandi segir að þar sem hitabylgjan skall á í júní sé rakastig í loftinu enn mikið sem gerir hitann erfiðari. Það er yfirleitt hærra rakastig í júní en síðsumars. „Sem gerir það að verkum að manni líður eins og það sé mun heitara hérna en það er í raun og veru og þetta mun bara versna um helgina.“
Frakkland Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hundruð slökkviliðsmanna glíma við kjarrelda í Katalóníu Hundruð slökkviliðsmanna í Katalóníu berjast nú við mestu kjarrelda svæðisins í rúm tuttugu ár. 27. júní 2019 19:42 Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hundruð slökkviliðsmanna glíma við kjarrelda í Katalóníu Hundruð slökkviliðsmanna í Katalóníu berjast nú við mestu kjarrelda svæðisins í rúm tuttugu ár. 27. júní 2019 19:42
Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39