Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2019 21:48 Hitastigið í Lyon í Frakklandi er ansi hátt þessa dagana. Vísir/Getty Yfirvöld í Essonne-héraði, rétt sunnan við París, í Frakklandi hafa brugðið á það ráð að loka skólum í héraðinu vegna hitabylgju sem geisar nú víðs vegar um Evrópu. Um 50 skólum hefur verið lokað vegna hitabylgjunnar en spár gera ráð fyrir að hiti geti náð allt að 40 stigum á morgun. Þá munu skólar í Val-de-Marne-héraði og Seine-et-Marne-héraði einnig loka vegna hitabylgjunnar. Hitabylgjan teygir sig þó víðar en til Frakklands en gert er ráð fyrir að hitinn nái 45 stigum í norðausturhluta Spánar á föstudag. Heldur „kaldara“ er í Þýskalandi og á Ítalíu en þar helst hitinn undir 40 gráðu markinu. Svisslendingar hafa ekki farið varhluta af hitabylgjunni en yfirvöld þar hafa gefið út tilmæli um að skólar skuli haldast opnir. Ekki sé hægt að ætlast til þess af vinnandi foreldrum að líta eftir börnum sínum á miðjum degi. Frönsk yfirvöld hafa sökum þessa gríðarlega hita kyrrsett öll vélknúin farartæki nema þau sem menga allra minnst, en í heitu veðri þarf lítið til þess að rykský setjist yfir Parísarborg.Rekja má tíðni hitabylgna til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum Í kjölfar hitabylgjunnar hefur í evrópskum fjölmiðlum mikið verið rætt og ritað um hvort hægt sé að skella skuldinni á gróðurhúsaáhrifin svokölluðu. Séu hitatölur aftur til seinni hluta átjándu aldar skoðaðar kemur í ljós að meðalhitastig jarðar hefur hækkað um það sem nemur nálægt einni gráðu síðan iðnbyltingin ruddi sér til rúms. Þá sýna rannsóknir loftslagsfræðistofu í Potsdam í Þýskalandi að fimm heitustu sumur Evrópu frá árinu 1500 hafi öll verið á 21. öldinni. Frakkland Ítalía Loftslagsmál Spánn Sviss Þýskaland Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Yfirvöld í Essonne-héraði, rétt sunnan við París, í Frakklandi hafa brugðið á það ráð að loka skólum í héraðinu vegna hitabylgju sem geisar nú víðs vegar um Evrópu. Um 50 skólum hefur verið lokað vegna hitabylgjunnar en spár gera ráð fyrir að hiti geti náð allt að 40 stigum á morgun. Þá munu skólar í Val-de-Marne-héraði og Seine-et-Marne-héraði einnig loka vegna hitabylgjunnar. Hitabylgjan teygir sig þó víðar en til Frakklands en gert er ráð fyrir að hitinn nái 45 stigum í norðausturhluta Spánar á föstudag. Heldur „kaldara“ er í Þýskalandi og á Ítalíu en þar helst hitinn undir 40 gráðu markinu. Svisslendingar hafa ekki farið varhluta af hitabylgjunni en yfirvöld þar hafa gefið út tilmæli um að skólar skuli haldast opnir. Ekki sé hægt að ætlast til þess af vinnandi foreldrum að líta eftir börnum sínum á miðjum degi. Frönsk yfirvöld hafa sökum þessa gríðarlega hita kyrrsett öll vélknúin farartæki nema þau sem menga allra minnst, en í heitu veðri þarf lítið til þess að rykský setjist yfir Parísarborg.Rekja má tíðni hitabylgna til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum Í kjölfar hitabylgjunnar hefur í evrópskum fjölmiðlum mikið verið rætt og ritað um hvort hægt sé að skella skuldinni á gróðurhúsaáhrifin svokölluðu. Séu hitatölur aftur til seinni hluta átjándu aldar skoðaðar kemur í ljós að meðalhitastig jarðar hefur hækkað um það sem nemur nálægt einni gráðu síðan iðnbyltingin ruddi sér til rúms. Þá sýna rannsóknir loftslagsfræðistofu í Potsdam í Þýskalandi að fimm heitustu sumur Evrópu frá árinu 1500 hafi öll verið á 21. öldinni.
Frakkland Ítalía Loftslagsmál Spánn Sviss Þýskaland Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“