Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 10:16 Áfengi er þvagmyndandi og getur því aukið enn á vökvatap í sól og hita eins og verður á meginlandinu næstu daga. Vísir Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar til Íslendinga sem eru staddir á meginlandi Evrópu vegna hitabylgju sem búist er við að nái hámarki sínu síðar í vikunni. Aldraðir og ung börn eru sögð í aukinni áhættu vegna hitans og þá er mælt með því að fólk haldi sig frá áfengi. Spáð er 35-40 gráðu hita í nokkrum löndum á meginlandi Evrópu næstu daga og vikur, þar á meðal Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Sviss og Belgíu. Af því tilefni birti embætti landlæknis leiðbeiningar til þeirra sem hyggja á ferðalög eða eru staddir á meginlandinu um hvernig þeir eigi að takast á við hitann. Fólki er ráðlagt að drekka vel af vökva því í miklum lofthita eykst svitamyndun og vökvatap verður mikið. Hætta verður því á ofþornun. Þar eru aldraðir og ung börn sögð í sérstakri áhættu. Ekki er þó mælt með því að fólk fái sér bjór eða aðra áfenga drykki sem margir eru gjarnir á að gera á sólríkum stöðum. „Áfengi og hiti eru slæm blanda, enda er alkóhól þvagmyndandi og getur því aukið enn á vökvatap frá sól og hita,“ segir í tilkynningu landlæknis. Þá er mælt með því að fólk fari sér hægt í miklum hita, leiti í skugga og haldi sig innandyra þegar hitinn nær hæstu hæðum yfir daginn. Mikilvægt sé að muna eftir sólarvörn og sólhatti þegar sólin er sterk. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar til Íslendinga sem eru staddir á meginlandi Evrópu vegna hitabylgju sem búist er við að nái hámarki sínu síðar í vikunni. Aldraðir og ung börn eru sögð í aukinni áhættu vegna hitans og þá er mælt með því að fólk haldi sig frá áfengi. Spáð er 35-40 gráðu hita í nokkrum löndum á meginlandi Evrópu næstu daga og vikur, þar á meðal Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Sviss og Belgíu. Af því tilefni birti embætti landlæknis leiðbeiningar til þeirra sem hyggja á ferðalög eða eru staddir á meginlandinu um hvernig þeir eigi að takast á við hitann. Fólki er ráðlagt að drekka vel af vökva því í miklum lofthita eykst svitamyndun og vökvatap verður mikið. Hætta verður því á ofþornun. Þar eru aldraðir og ung börn sögð í sérstakri áhættu. Ekki er þó mælt með því að fólk fái sér bjór eða aðra áfenga drykki sem margir eru gjarnir á að gera á sólríkum stöðum. „Áfengi og hiti eru slæm blanda, enda er alkóhól þvagmyndandi og getur því aukið enn á vökvatap frá sól og hita,“ segir í tilkynningu landlæknis. Þá er mælt með því að fólk fari sér hægt í miklum hita, leiti í skugga og haldi sig innandyra þegar hitinn nær hæstu hæðum yfir daginn. Mikilvægt sé að muna eftir sólarvörn og sólhatti þegar sólin er sterk.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39