Loftslagsmál

Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“
Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika.

Bein útsending: Loftslagsþolið Ísland
Stýrihópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að vinna tillögur fyrir gerð Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum, hefur skilað tillögum sínum og verða þær kynntar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 14:30.

Gjallgígur gægist undan ís á Hvannadalshnjúki
Forn gjallgígur virðist vera að koma í ljós eftir því sem snjór og ís hopa á toppi Hvannadalshnjúks. Jarðfræðingur telur að gígurinn hafi eflaust myndast löngu fyrir landnám.

Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur.

Fundaði með Guterres
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti tvíhliða með António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.

Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið
Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta.

Fjárlagafrumvarpið, ólögmætt samráð og hinseginleikinn
Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Réttlát umskipti fyrir öll, ekki bara þau efnameiri
Baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir réttlátari og betri heimi. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að taka mið af því og tryggja það að öll geti tekið þátt í grænu umskiptunum, ekki bara þau efnameiri. Því miður hefur þetta verulega skort í aðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Hvetja ríki til að banna inngrip til að stýra veðuröflunum
Climate Overshoot Commission, alþjóðleg nefnd sérfræðinga á sviði loftslagsmála, hvetur stjórnvöld heims til að heimila vísindarannsóknir á inngripum í náttúrulega ferla á borð við veðrabreytingar en banna framkvæmd þeirra.

Vonast eftir markvissari aðgerðaáætlun í væntanlegri uppfærslu
Ríkisstjórnin stefnir að því að leggja fram uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir lok ársins. Formaður loftslagsráðs segir að áætlunin þurfi að verða mun markvissari með tölulegum markmiðum og skýrari ábyrgðarskiptingu en sú sem nú er í gildi.

Lögregla sprautaði vatni á aðgerðasinna
Lögreglan í Haag í Hollandi beittu vatnssprautum á loftslagsaðgerðarsinna sem mótmæltu á hraðbraut skammt frá borginni í dag.

Tíu látnir í flóðunum í Grikklandi og fleiri saknað
Tala látinna í flóðunum í Grikklandi hækkar enn. Nú eru tíu taldir af og fjögurra til viðbótar er saknað. Björgunarlið flytur enn hundruð íbúa þorpa á hamfararsvæðinu burt með þyrlum og bátum.

Loftslagsmál í lausagangi hjá umhverfisráðherra
Forystuleysi ríkisstjórnarinnar er að verða að sjálfstæðu vandamáli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hjá umhverfisráðherra birtist það gjarnan í því að hann víkur sér undan umræðu um aðgerðir með því að fara með margtuggða rullu um hitaveituvæðinguna. Horfir til fortíðar frekar en framtíðar.

Hlýjasta sumarið á norðurhveli frá upphafi
Sumarið á norðurhveli var það hlýjasta sem hefur nokkru sinni mælst. Ágúst var hlýjasti ágústmánuður á jörðinni frá upphafi mælinga og næsthlýjasti mánuðurinn á eftir júlí í sumar. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina standa frammi fyrir „loftslagshruni“.

Tími hænuskrefa er liðinn
Fjölmörg fyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á því að ganga einungis út frá því að hámarka ágóða óháð öllu öðru stenst einfaldlega ekki tímans tönn. Fyrsta skrefið sem mörg þessara fyrirtækja tóku í átt að ábyrgari viðskiptaháttum var að átta sig á því að það er mikilvægt að huga að siðferði þegar kemur að viðskiptum.

Að minnka kolefnisspor íslensks atvinnulífs
Sumarið er frábær tími og í uppáhaldi hjá mörgum, en upp á síðkastið hafa sumrin vakið blendnar tilfinningar. Á þessu ári, líkt og undanfarin ár, hafa borist fréttir af uggvekjandi veðuröfgum. Sögulegur fjöldi hitameta var sleginn víða um heim, við heyrðum fregnir af miklum þurrkum, mannskæðum skógareldum, ofsarigningum, flóðum og risahagléli – oft á stöðum sem Íslendingar heimsækja í sínum sumarfríum.

Mannskæðir vatnavextir í úrhelli á Spáni
Að minnsta kostir tveir eru látnir í miklum vatnavöxtum á Spáni. Fólki hefur verið bjargað af húsþökum og vegir og járnbrautarlínur hafa lokast vegna úrhellisrigningarinnar sem byrjaði að falla í gær.

Afskræmd umfjöllun um áhrif hvala í tengslum við loftslagsmálin
Samkvæmt stöðu þekkingar sem við höfum öðlast fyrir tilstuðlan fjölda alþjóðlegra rannsókna vitum við að hvalir og önnur stór sjávardýr hafa vistmótandi áhrif á umhverfi sitt. Þeir styrkja vistferla og stuðla að heilbrigði vistkerfa.

Losun frá flugi og siglingum jókst um 95 prósent eftir faraldurinn
Útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna alþjóðasamgangna frá Íslandi jókst um 95 prósent á milli ára í fyrra þegar ferðatakmörkunum eftir heimsfaraldurinn var aflétt. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda stóð svo gott sem í stað á milli ára í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar.

Ísland og Kyoto bókunin uppgjör með kaupum á ódýrum losunarheimildum
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tilkynnti nýverið að ritað hefði verið undir samning ásamt umhverfisráðherra Slóvakíu um kaup Íslands á 3,4 m kolefniseiningum frá Slóvakíu fyrir um 350 m.kr. Þessi tilhögun mun gera Íslandi fært að standa við skuldbindingar sínar á 2. tímabili Kýótó-bókunarinnar enda í stað þess að draga úr losun um 20% jók Ísland losun um 20%.

Náttúran, næringin og endurgjöfin
Nýlega las ég úr hvaða frumefnum mannslíkaminn er gerður. Ég hafði lengi vitað að við erum að mestum hluta úr vatni, en ekki pælt mikið meira í þessu. Líkaminn er að mestu byggður upp af súrefni (O), eða um 65%, kolefni (C) 18.5 %, vetni (H) 9.5% og nítur (N) 3.2%, en þetta er um 96% af líkamanum, og svo koma kalk, fosfór, kalín og brennisteinn og fleiri efni og snefilefni.

Drögum vagninn í mark
Loftlagsmálin hafa verið í brennidepli undanfarin ár og snerta í raun alla anga samfélagsins á einn eða annan hátt. Öll erum við til dæmis látin flokka heimilissorpið með ítarlegri hætti en áður og atvinnulífið vinnur af miklum móð til að mæta metnaðarfullum og lögfestum markmiðum stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.

„Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku”
Umhverfisráðherra segir umræðuna hér á landi hvað varðar græna orku skrítna og ekki i samræmi við það sem þekkist annars staðar. Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050.

Loftslagsréttur skyldufag í lagadeild
Lagadeild Háskólans á Bifröst hefur fyrst allra íslenskra lagadeilda gert loftslagsrétt að skyldufagi í meistaranámi við deildina.

Borgaryfirvöld í Barcelona dreifa vatni og derhúfum til heimilislausra
Hitamet hafa fallið síðustu nætur í Barcelona, þar sem hitinn fór lægst í um 30 gráður á 24 klukkustunda tímabili. Hitinn í gær fór í 38,8 stig, sem er nýtt met en gamla metið var 37,4 gráður.

Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna
Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050.

Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi
Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið.

Evrópusambandsríkin drógu úr losun þrátt fyrir hagvöxt
Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæplega þrjú prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið á tímabilinu samkvæmt nýjum tölum evrópsku hagstofunnar Eurostat. Hún jókst þó í sex ríkjum, þar á meðal Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.

Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar
Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna.

Carbfix fær styrk til að þróa verkefni í norðvesturhluta Bandaríkjanna
Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur styrkt Carbfix og samstarfsaðila þeirra um þrjár milljónir bandaríkjadala, um 400 milljónir króna, til að þróa verkefni um föngun kolefnis úr andrúmslofti og bindingu þess í jarðlögum í norðvesturhluta Bandaríkjanna.