Veður

Veður


Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Dá­lítil væta en fremur hlýtt

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri, suðvestlægri eða breytilegri átt á landinu í dag. Það mun smám saman þykkna upp og má reikna með dálítilli vætu sunnan- og vestanlands upp úr hádegi, en skúrir á stöku stað í öðrum landshlutum.

Veður
Fréttamynd

Kven­fólkið í Eyjum bjargaði deginum

Tugir kvenna í Vestmannaeyjum komu þjóðhátíðargestum til hjálpar í nótt og þurrkuðu föt þeirra og sængur sem höfðu blotnað í óveðrinu sem gekk yfir eyjarnar. Gestir voru ánægðir með þjónustuna.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnu­dags

Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mynda­syrpa úr Eyjum: „Út með kassann og á­fram gakk“

Slagviðri gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og í nótt og olli þar nokkrum usla. Þó nokkrir gestir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni og fuku einhver tjöld. Þar á meðal hvít tjöld og bjórtjaldið og var öll dagskrá stöðvuð, að stóra sviðinu undanskildu.

Lífið
Fréttamynd

„Fordæmalaus hita­bylgja“ leikur Skandínava grátt

Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa fundið fyrir „fordæmalausri“ hitabylgju síðustu vikur. Júlímánuður var sá hlýjasti í Svíþjóð frá upphafi mælinga og norðan við Norðuheimskautsbaug mældist hiti yfir þrjátíu stigum þrettán daga í júlí.

Erlent
Fréttamynd

„Það var tölu­vert verra veður en spáin sagði“

Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir veðrið í Eyjum á miðnætti hafa verið töluvert verra en veðurspáin sagði. Vindurinn hafi tekið nokkur hvít tjöld semog bjórtjaldið. Því var öll dagskrá stöðvuð nema á stóra sviðinu. Nú sé verið að taka til og meta aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Há­vaða­rok á Snæ­fells­nesi og Faxa­flóa

Gul veðurviðvörun er í gildi á Faxaflóa og Breiðafirði vegna hvassrar sunnanáttar. Á Breiðafirði tók viðvörunin gildi kukkan níu en klukkan tíu á Faxaflóa. Búast má við sunnan þrettán til 23 metrum á sekúndu og hviðum á bilinu 25-30.

Innlent
Fréttamynd

Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna ó­veðurs

Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Þá var stóra danstjaldið fellt til að forða því frá foki og veitinga- og tónlistartjöldin í fremri hluta Herjólfsdal rýmd til að tryggja öryggi.

Innlent
Fréttamynd

Búast við þrumu­veðri og vatna­vöxtum

Kröftug samskil munu ganga norðaustur yfir landið í kvöld og í nótt en þeim mun fylgja suðvestan slagveðursrigning. Veðurfræðingar Veðurstofu Íslands segja að vindur verði 13-20 metrar á sekúndu og hvassast með suðvesturströndinni.

Innlent
Fréttamynd

Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina

Verslunarmannahelgin er nú gengin í garð. Veðurfræðingur segir líkur á að tjöld muni fjúka í Eyjum í nótt, góðu fréttirnar séu hinsvegar þær að veðrið eigi að ganga hraðar yfir en áður hafi verið spáð. Tekið sé að skýrast hvar besta veðrið verður um helgina. 

Innlent
Fréttamynd

Vara­samar að­stæður fyrir ferða­langa

Í dag nálgast ört dýpkandi lægð landið úr suðvestri og mun hún stýra veðrinu næstu daga. Veðrið fer smám saman versnandi í dag með vaxandi suðaustanátt og rigningu, en það verður hins vegar að mestu bjart á norðaustanverðu landinu.

Veður
Fréttamynd

Veður­spáin fyrir helgina að skána

Nokkrar breytingar hafa orðið á veðurspánni fyrir Verslunarmannahelgina og eru þær flestar til bóta. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku og bendir sérstaklega á hlýindi fyrir norðan og austan.

Innlent
Fréttamynd

Fjalla­baks­leið syðri lokuð vegna vatnavaxta

Lokað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls. Ástæðan eru miklir vatnavextir og breytingar á árfarvegi. Um er að ræða vegakaflann frá Hólmsá að Mælifelli. Allur akstur er bannaður.

Innlent