Enski boltinn

Gylfi á tvö af flottustu mörkum áratugarins hjá Everton | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Markið stórkostlega sem Gylfi skoraði gegn Leicester City í fyrra er eitt þeirra sem er tilnefnt sem mark áratugarins hjá Everton.
Markið stórkostlega sem Gylfi skoraði gegn Leicester City í fyrra er eitt þeirra sem er tilnefnt sem mark áratugarins hjá Everton. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson á tvö af þeim 16 mörkum sem eru tilnefnd sem mark áratugarins hjá Everton.

Annars vegar er um að ræða mark sem Gylfi skoraði gegn Leicester City 6. október 2018. Hann lék þá skemmtilega á leikmann Leicester og setti boltann upp í markið.

Hins vegar er um að ræða mark sem Gylfi skoraði gegn West Ham 19. október síðastliðinn. Hann sneri þá á Jack Wilshere og skoraði með frábæru skoti.

Leighton Baines á þrjú af mörkunum 16 sem eru tilnefnd. Það síðasta kom gegn Leicester í enska deildabikarnum 18. desember síðastliðinn.

Líkt og Gylfi á Ross Barkley tvö mörk sem eru tilnefnd. Þau komu bæði árið 2014.

Mörkin 16 sem tilnefnd eru má sjá með því að smella hér. Þar má einnig kjósa mark áratugarins hjá Everton.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×