Enski boltinn

Mynd­bönd og ein­fald­leiki í fyrir­rúmi hjá Ancelotti að sögn Gylfa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í sigrinum gegn Burnley á öðrum degi jóla.
Gylfi í sigrinum gegn Burnley á öðrum degi jóla. vísir/getty

Everton hefur farið ljómandi vel af stað undir stjórn Carlo Ancelotti. Liðið hefur unnið fyrstu tvo leikina; gegn Burnley og Newcastle og hefur liðið þokast upp töfluna.

Gylfi hefur spilað allar mínúturnar í leikjunum tveimur undir stjórn Ancelotti og hefur spilað á miðri miðjunni, aftarlega en hann hefur spilað að undanförnu.

„Þetta er öðruvísi en þetta er gott. Mér er ekki hleypt mikið fram en þetta er örðuvísi og ég nýt mín,“ sagði Gylfi í viðtali við staðarblaðið í Bítlaborginni, Liverpool Echo.

„Þetta er augljóslega tvær mismunandi leikaðferðir sem við erum að spila núna en þú getur ekki kvartað þegar þú hefur unnið tvo leiki á þremur dögum. Ég nýt mín.“







Ancelotti tók við liðinu í miðri jólatörn - eftir markalaust jafntefli gegn Arsenal - og segir Gylfi að mesta vinnan hafi farið fram utan æfingarsvæðisins.

„Við höfum ekki haft mikinn tíma til þess að vinna með nýja stjóranum. Þetta hafa aðallega verið myndbönd og smá vinna á vellinum en vegna leikjanna hefur ekki verið mikið um æfingar.“

„Við höfum verið að gera þetta einfalt, hreyfa boltann og láta sóknarmennina sjá um að sjá. Augljóslega þurfum við hinir þá að sjá um að halda skipulaginu varnarlega,“ sagði Gylfi.





Gylfa og félaga bíður erfitt verkefni á nýársdag er liðið heimsækir Englandsmeistara Manchester City heim.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×