Enski boltinn

Liverpool eina liðið sem hefur náð í fleiri stig en Everton síðan Silva var rekinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi hefur leikið vel með Everton að undanförnu.
Gylfi hefur leikið vel með Everton að undanförnu. vísir/getty

Liverpool er eina liðið sem hefur náð í fleiri stig en Everton í ensku úrvalsdeildinni síðan Marco Silva var rekinn frá síðarnefnda liðinu.

Silva var látinn taka pokann sinn 5. desember eftir 5-2 tap fyrir Liverpool. Everton var þá í 18. sæti ensku úrvalsdeildinni.

Duncan Ferguson tók við Everton til bráðabirgða og stýrði liðinu í þremur deildarleikjum áður en Carlo Ancelotti var ráðinn nýr knattspyrnustjóri þess.

Í leikjunum þremur undir stjórn Fergusons mætti Everton Chelsea, Manchester United og Arsenal og fékk fimm stig út úr þessum leikjum.

Ancelotti tók síðan við Everton 21. desember. Liðið hefur unnið báða leikina undir hans stjórn.

Frá því Silva var rekinn hefur Everton því fengið ellefu stig. Aðeins Liverpool hefur náð í fleiri stig (12) á þessum tíma, en aðeins í fjórum leikjum. Tottenham, Manchester United og Sheffield United hafa öll náð í tíu stig á þessum tíma.



Eftir gott gengi að undanförnu er Everton komið upp í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur því farið upp um átta sæti síðan Silva var rekinn.

Næsti leikur Everton er gegn Englandsmeisturum Manchester City klukkan 17:30 á nýársdag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.