Enski boltinn

Gylfi: Ancelotti veit hvað hann er að tala um

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson segir auðvelt aðtrúa á Carlo Ancelotti og hans taktík, sérstaklega eftir frábæra byrjun Ítalans með Everton.

Everton hefur unnið báða leiki sína eftir að Ancelotti tók við liðinu. Gylfi Þór hefur spilað hverja einustu mínútu í þessum tveimur leikjum.

„Allir strákarnir bera mikla virðingu fyrir honum,“ sagði Gylfi við The Echo, staðarblaðið í Liverpool.

„Hann veit hvað hann er að tala um og veit hvað hann er að gera. Það er auðvelt að kaupa það sem hann er að selja.“

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur þurft að spila dýpra á miðjunni í síðustu leikjum Everton vegna meiðslavandræða.

„Við höfum fengið eitt mark á okkur í tveimur leikjum. Það hefur augljóslega hjálpað okkur.“

„Við höfum verið þéttir varnarlega, sendingarnar hafa verið betri og við höfum ógnað meira í síðustu leikjum.“

Everton er í 10. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 20 leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Englandsmeisturum Manchester City á nýársdag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.