Enski boltinn

Ancelotti ánægður með Ferguson: Góður andi í liðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Carlo Ancelotti fer vel af stað í Bítlaborginni
Carlo Ancelotti fer vel af stað í Bítlaborginni vísir/getty

Carlo Ancelotti fer vel af stað sem knattspyrnustjóri Everton og er nú kominn með tvo sigra úr fyrstu tveimur leikjum sínum.

„Ég er mjög ánægður. Liðið spilaði vel og þetta var erfiður leikur,“ sagði Ancelotti eftir 2-1 útisigur Everton á Newcastle.

„Leikmennirnir eru að reyna að aðlagast. Duncan Ferguson gerði mjög vel og andinn var góður þegar ég kom.“

„Við viljum spila leiki og spila þá vel. Það er markmiðið. Staðan í deildinni er mikilvæg en við þurfum að einbeita okkur að næsta leik.“

Everton fór með sigrinum upp fyrir Newcastle í töflunni og situr í 10. sæti með 25 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.