"Wenger ætti að hjálpa til við velja eftirmann sinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2017 17:15 Wenger er undir mikilli pressu. vísir/getty Rússneski milljarðamæringurinn Alisher Usmanov, næststærsti hluthafinn í Arsenal, segir að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðsins, eigi að koma að því að velja eftirmann sinn. Samningur Wengers rennur út í sumar en ekki liggur ljóst fyrir hvort Frakkinn verði áfram við stjórnvölinn hjá Arsenal. Wenger hefur stýrt Lundúnaliðinu frá árinu 1996 en enginn af stjórunum í ensku úrvalsdeildinni hefur stýrt liði jafn lengi og Wenger. Frakkinn hefur verið undir mikilli pressu á undanförnum vikum en stuðningsmenn Arsenal hafa verið duglegir að mótmæla, m.a. undir slagorðinu Wenger Out. Usmanov hefur hins vegar enn mikla trú á Wenger, þrátt fyrir slakt gengi Arsenal að undanförnu. „Það er ekki bara hægt að kenna þjálfaranum um það sem er að gerast,“ sagði Usmanov í samtali við Bloomberg. Hann segir að Wenger eigi að hafa eitthvað að segja um hver tekur við af honum. „Það þarf að undirbúa arftakann og ég legg til að Wenger komi að því að velja hann. Sjálfur kem ég ekkert nálægt ákvörðunum hjá félaginu. Öll ábyrgðin á framtíð félagsins er hjá aðalhluthafanum [Stan Kroenke],“ bætti Usmanov við. Arsenal, sem situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sækir Crystal Palace heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.Alisher Usmanov á rúmlega 30% hlut í Arsenal.vísir/getty Enski boltinn Tengdar fréttir Thierry Henry útlokar ekki að hann taki við af Wenger Margir hafa séð Thierry Henry fyrir sér í knattspyrnustjórastól Arsenal í framtíðinni og orðrómurinn hefur vaxið í takt við óánægju stuðningsmanna með störf knattspyrnustjórans Arsene Wenger. 27. mars 2017 11:00 Wenger: Sanchez vill vera áfram Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það sé ekki rétt að Alexis Sanchez vilji fara frá félaginu. Þvert á móti vilji hann vera áfram. 7. apríl 2017 08:51 Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45 Wenger: Elska þetta félag Eftir jafnteflið við Manchester City í dag lýsti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, yfir ást sinni á félaginu og sagði að það kæmi fljótlega í ljós hvort hann verði áfram við stjórnvölinn hjá því eða ekki. 2. apríl 2017 17:33 Ian Wright: Wenger verður að fara eða fá öðruvísi leikmenn til Arsenal | Myndband Fyrrverandi framherji Arsenal segir ekkert heillandi við félagið lengur annað en það er staðsett í London. 3. apríl 2017 10:30 Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00 Skiptar skoðanir á Wenger á Wrestlemania | Myndir Borðar með slagorðinu Wenger Out hafa skotið upp kollinum á ólíklegustu stöðum, m.a. á fótboltaleikjum í Minnesota í Bandaríkjunum og í Nýja-Sjálandi. 3. apríl 2017 23:30 „Sumir stuðningsmenn Arsenal vilja sjá liðið tapa“ Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að hluti stuðningsmanna liðsins vilji sjá það tapa leikjum á lokaspretti tímabilsins, ef það flýtir fyrir brottför Arsene Wenger. 4. apríl 2017 10:30 Hazard hetjan í stórleiknum | Öll úrslit kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni Eden Hazard skoraði bæði mörk Chelsea þegar liðið lagði Manchester City að velli, 2-1, í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 5. apríl 2017 20:45 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira
Rússneski milljarðamæringurinn Alisher Usmanov, næststærsti hluthafinn í Arsenal, segir að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðsins, eigi að koma að því að velja eftirmann sinn. Samningur Wengers rennur út í sumar en ekki liggur ljóst fyrir hvort Frakkinn verði áfram við stjórnvölinn hjá Arsenal. Wenger hefur stýrt Lundúnaliðinu frá árinu 1996 en enginn af stjórunum í ensku úrvalsdeildinni hefur stýrt liði jafn lengi og Wenger. Frakkinn hefur verið undir mikilli pressu á undanförnum vikum en stuðningsmenn Arsenal hafa verið duglegir að mótmæla, m.a. undir slagorðinu Wenger Out. Usmanov hefur hins vegar enn mikla trú á Wenger, þrátt fyrir slakt gengi Arsenal að undanförnu. „Það er ekki bara hægt að kenna þjálfaranum um það sem er að gerast,“ sagði Usmanov í samtali við Bloomberg. Hann segir að Wenger eigi að hafa eitthvað að segja um hver tekur við af honum. „Það þarf að undirbúa arftakann og ég legg til að Wenger komi að því að velja hann. Sjálfur kem ég ekkert nálægt ákvörðunum hjá félaginu. Öll ábyrgðin á framtíð félagsins er hjá aðalhluthafanum [Stan Kroenke],“ bætti Usmanov við. Arsenal, sem situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sækir Crystal Palace heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.Alisher Usmanov á rúmlega 30% hlut í Arsenal.vísir/getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Thierry Henry útlokar ekki að hann taki við af Wenger Margir hafa séð Thierry Henry fyrir sér í knattspyrnustjórastól Arsenal í framtíðinni og orðrómurinn hefur vaxið í takt við óánægju stuðningsmanna með störf knattspyrnustjórans Arsene Wenger. 27. mars 2017 11:00 Wenger: Sanchez vill vera áfram Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það sé ekki rétt að Alexis Sanchez vilji fara frá félaginu. Þvert á móti vilji hann vera áfram. 7. apríl 2017 08:51 Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45 Wenger: Elska þetta félag Eftir jafnteflið við Manchester City í dag lýsti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, yfir ást sinni á félaginu og sagði að það kæmi fljótlega í ljós hvort hann verði áfram við stjórnvölinn hjá því eða ekki. 2. apríl 2017 17:33 Ian Wright: Wenger verður að fara eða fá öðruvísi leikmenn til Arsenal | Myndband Fyrrverandi framherji Arsenal segir ekkert heillandi við félagið lengur annað en það er staðsett í London. 3. apríl 2017 10:30 Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00 Skiptar skoðanir á Wenger á Wrestlemania | Myndir Borðar með slagorðinu Wenger Out hafa skotið upp kollinum á ólíklegustu stöðum, m.a. á fótboltaleikjum í Minnesota í Bandaríkjunum og í Nýja-Sjálandi. 3. apríl 2017 23:30 „Sumir stuðningsmenn Arsenal vilja sjá liðið tapa“ Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að hluti stuðningsmanna liðsins vilji sjá það tapa leikjum á lokaspretti tímabilsins, ef það flýtir fyrir brottför Arsene Wenger. 4. apríl 2017 10:30 Hazard hetjan í stórleiknum | Öll úrslit kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni Eden Hazard skoraði bæði mörk Chelsea þegar liðið lagði Manchester City að velli, 2-1, í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 5. apríl 2017 20:45 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira
Thierry Henry útlokar ekki að hann taki við af Wenger Margir hafa séð Thierry Henry fyrir sér í knattspyrnustjórastól Arsenal í framtíðinni og orðrómurinn hefur vaxið í takt við óánægju stuðningsmanna með störf knattspyrnustjórans Arsene Wenger. 27. mars 2017 11:00
Wenger: Sanchez vill vera áfram Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það sé ekki rétt að Alexis Sanchez vilji fara frá félaginu. Þvert á móti vilji hann vera áfram. 7. apríl 2017 08:51
Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45
Wenger: Elska þetta félag Eftir jafnteflið við Manchester City í dag lýsti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, yfir ást sinni á félaginu og sagði að það kæmi fljótlega í ljós hvort hann verði áfram við stjórnvölinn hjá því eða ekki. 2. apríl 2017 17:33
Ian Wright: Wenger verður að fara eða fá öðruvísi leikmenn til Arsenal | Myndband Fyrrverandi framherji Arsenal segir ekkert heillandi við félagið lengur annað en það er staðsett í London. 3. apríl 2017 10:30
Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00
Skiptar skoðanir á Wenger á Wrestlemania | Myndir Borðar með slagorðinu Wenger Out hafa skotið upp kollinum á ólíklegustu stöðum, m.a. á fótboltaleikjum í Minnesota í Bandaríkjunum og í Nýja-Sjálandi. 3. apríl 2017 23:30
„Sumir stuðningsmenn Arsenal vilja sjá liðið tapa“ Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að hluti stuðningsmanna liðsins vilji sjá það tapa leikjum á lokaspretti tímabilsins, ef það flýtir fyrir brottför Arsene Wenger. 4. apríl 2017 10:30
Hazard hetjan í stórleiknum | Öll úrslit kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni Eden Hazard skoraði bæði mörk Chelsea þegar liðið lagði Manchester City að velli, 2-1, í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 5. apríl 2017 20:45