Jafnt í stórleiknum á Emirates Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2017 16:45 Sané rennir boltanum í netið og kemur City í 0-1. Vísir/Getty Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Stigið gerir lítið fyrir liðin. Arsenal er áfram í 6. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti. City er enn í 4. sætinu, nú með 58 stig. Leikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Leroy Sané kom City yfir. Þjóðverjinn slapp þá í gegn eftir stungusendingu Kevins De Bruyne, lék á David Ospina og skoraði af öryggi. Fimm mínútum síðar átti De Bruyne skot í stöngina á marki Arsenal. Á 40. mínútu jafnaði Theo Walcott metin eftir klaufagang í vörn City. Þetta var fyrsta deildarmark Walcotts síðan hann skoraði í fyrri leiknum gegn City 18. desember á síðasta ári. Rúmri mínútu síðar kom Sergio Agüero City yfir á nýjan leik. Argentínumaðurinn fékk boltann frá David Silva hægra megin í vítateignum og skoraði framhjá Ospina. Staðan í hálfleik var 1-2 en á 53. mínútu jafnaði Shkodran Mustafi metin með skalla eftir hornspyrnu Mesuts Özil. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust því að skiptan hlut. Lokatölur 2-2.Hér að neðan má lesa textalýsingu frá leiknum:Leik lokið: Marriner flautar til leiksloka. Liðin sættast á skiptan hlut.90+2. mín: Monreal fær boltann í höndina en ekkert dæmt.89. mín: Zabaleta kemur inn fyrir Silva.88. mín: Iwobi með skot yfir eftir laglega skyndisókn heimamanna.85. mín: Silva lætur vaða fyrir utan teig en skotið er framhjá.79. mín: Otamendi með slæm mistök en Willy kemur til bjargar og kemur í veg fyrir að Özil komi Arsenal yfir.76. mín: Iwobi skiptir við Welbeck. Síðasta skipting Arsenal í leiknum.75. mín: Stundarfjórðungur til leiksloka. Fáum við sigurmark?68. mín: Giroud kemur inn fyrir Walcott. Kemur svolítið á óvart að Walcott þurfi að víkja. Hann hefur verið ógnandi í dag.58. mín: Fernandinho með hörkuskot sem Ospina ver.53. mín: MARK! Mustafi jafnar metin með skalla eftir hornspyrnu Özils! Þýsk samvinna þarna! Mustafi bæði búinn að skora og leggja upp í dag.52. mín: Agüero með skalla framhjá eftir fyrirgjöf De Bruynes sem er kominn út á hægri kantinn.Seinni hálfleikur hafinn: Tvær breytingar í hálfleik. Gabriel kemur inn fyrir Koscielny og Touré skiptir við Sterling.Hálfleikur: Þvílíkum fyrri hálfleik lokið! City byrjaði betur og komst yfir á 5. mínútu með marki Sanés. Arsenal vann sig svo inn í leikinn og Walcott jafnaði á 40. mínútu. En Skytturnar sváfu á verðinum og Agüero kom City aftur yfir. Staðan því 2-1 í hálfleik.45+2. mín: Walcott með skot rétt yfir. Verið hættulegur í fyrri hálfleik.42. mín: MARK! Staðan var jöfn í rúma mínútu! Özil tapar boltanum, hann berst til Silva sem finnur Agüero hægra megin í teignum. Argentínumaðurinn leggur boltann fyrir sig og setur hann í fjærhornið. Rennur í skotinu en það gerir ekkert til. Fjórtánda deildarmark Agüeros á tímabilinu.40. mín: MARK! Walcott jafnar metin! City á vandræðum með að hreinsa frá eftir hornspyrnu, Clichy spilar þrjá leikmenn Arsenal réttstæða og nær ekki að stöðva Walcott sem kemur boltanum í markið. Walcott skoraði einnig í fyrri leiknum gegn City en hafði ekki skorað síðan þá.38. mín: Stones skallar framhjá eftir hornspyrnu frá Silva. Lítil hætta á ferðum þarna.32. mín: Xhaka fær gult spjald fyrir tæklingu á Otamendi. Aðeins fjórða gula spjaldið sem Svisslendingurinn fær í ensku úrvalsdeildinni. Hefur hins vegar fengið tvö rauð.29. mín: Sánchez í álitlegri stöðu en Fernandinho bjargar með góðri tæklingu. Ekkert víti þarna.21. mín: Özil snýr á Stones en skotið er laust og beint á Willy. Betra frá Skyttunum.20. mín: Leikurinn hefur róast aðeins eftir ótrúlega byrjun.10. mín: De Bruyne setur boltann í stöngina! Boltinn berst til Silva sem á skot sem Ospina ver. Það er allt í rugli í vörn Arsenal.5. mín: MARK! Sané kemur City yfir! De Bruyne með frábæra sendingu inn fyrir illa skipulagða vörn Arsenal á Sané sem leikur á Ospina og rennir boltanum í netið. 0-1.4. mín: Viðvörunarbjöllur hjá City. Welbeck tæklar boltann framhjá.4. mín: Fernandinho setur Sterling í gegn en hann er skíthræddur við Ospina sem bjargar.Leikurinn hafinn: Andre Marriner flautar til leiks!Fyrir leik: City vann fyrri leikinn gegn Arsenal með tveimur mörkum gegn einu. Theo Walcott kom Arsenal yfir strax á 5. mínútu en Leroy Sané jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Það var svo Raheem Sterling skoraði sigurmark City á 71. mínútu.Fyrir leik: Pep Guardiola gerir eina breytingu á byrjunarliði City frá 1-1 jafnteflinu við Liverpool. Jesús Navas kemur inn fyrir Yaya Touré.Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús. Arsene Wenger gerir þrjár breytingar á liðinu sem tapaði fyrir West Brom í síðustu umferð. David Ospina, Francis Coquelin og Mesut Özil koma inn fyrir Petr Cech, Aaron Ramsey og Alex Oxlade-Chamberlin.Byrjunarlið Man City: Willy Caballero - Jesús Navas, John Stones, Nicolás Otamendi, Gaël Clichy - Kevin De Bruyne, Fernandinho, David Silva - Raheem Sterling, Sergio Agüero, Leroy Sané.Byrjunarlið Arsenal: David Ospina - Héctor Bellerín, Shkodran Mustafi, Laurent Koscielny, Nacho Monreal - Francis Cocquelin, Granit Xhaka - Theo Walcott, Mesut Özil, Alexis Sánchez - Danny Welbeck. Enski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Stigið gerir lítið fyrir liðin. Arsenal er áfram í 6. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti. City er enn í 4. sætinu, nú með 58 stig. Leikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Leroy Sané kom City yfir. Þjóðverjinn slapp þá í gegn eftir stungusendingu Kevins De Bruyne, lék á David Ospina og skoraði af öryggi. Fimm mínútum síðar átti De Bruyne skot í stöngina á marki Arsenal. Á 40. mínútu jafnaði Theo Walcott metin eftir klaufagang í vörn City. Þetta var fyrsta deildarmark Walcotts síðan hann skoraði í fyrri leiknum gegn City 18. desember á síðasta ári. Rúmri mínútu síðar kom Sergio Agüero City yfir á nýjan leik. Argentínumaðurinn fékk boltann frá David Silva hægra megin í vítateignum og skoraði framhjá Ospina. Staðan í hálfleik var 1-2 en á 53. mínútu jafnaði Shkodran Mustafi metin með skalla eftir hornspyrnu Mesuts Özil. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust því að skiptan hlut. Lokatölur 2-2.Hér að neðan má lesa textalýsingu frá leiknum:Leik lokið: Marriner flautar til leiksloka. Liðin sættast á skiptan hlut.90+2. mín: Monreal fær boltann í höndina en ekkert dæmt.89. mín: Zabaleta kemur inn fyrir Silva.88. mín: Iwobi með skot yfir eftir laglega skyndisókn heimamanna.85. mín: Silva lætur vaða fyrir utan teig en skotið er framhjá.79. mín: Otamendi með slæm mistök en Willy kemur til bjargar og kemur í veg fyrir að Özil komi Arsenal yfir.76. mín: Iwobi skiptir við Welbeck. Síðasta skipting Arsenal í leiknum.75. mín: Stundarfjórðungur til leiksloka. Fáum við sigurmark?68. mín: Giroud kemur inn fyrir Walcott. Kemur svolítið á óvart að Walcott þurfi að víkja. Hann hefur verið ógnandi í dag.58. mín: Fernandinho með hörkuskot sem Ospina ver.53. mín: MARK! Mustafi jafnar metin með skalla eftir hornspyrnu Özils! Þýsk samvinna þarna! Mustafi bæði búinn að skora og leggja upp í dag.52. mín: Agüero með skalla framhjá eftir fyrirgjöf De Bruynes sem er kominn út á hægri kantinn.Seinni hálfleikur hafinn: Tvær breytingar í hálfleik. Gabriel kemur inn fyrir Koscielny og Touré skiptir við Sterling.Hálfleikur: Þvílíkum fyrri hálfleik lokið! City byrjaði betur og komst yfir á 5. mínútu með marki Sanés. Arsenal vann sig svo inn í leikinn og Walcott jafnaði á 40. mínútu. En Skytturnar sváfu á verðinum og Agüero kom City aftur yfir. Staðan því 2-1 í hálfleik.45+2. mín: Walcott með skot rétt yfir. Verið hættulegur í fyrri hálfleik.42. mín: MARK! Staðan var jöfn í rúma mínútu! Özil tapar boltanum, hann berst til Silva sem finnur Agüero hægra megin í teignum. Argentínumaðurinn leggur boltann fyrir sig og setur hann í fjærhornið. Rennur í skotinu en það gerir ekkert til. Fjórtánda deildarmark Agüeros á tímabilinu.40. mín: MARK! Walcott jafnar metin! City á vandræðum með að hreinsa frá eftir hornspyrnu, Clichy spilar þrjá leikmenn Arsenal réttstæða og nær ekki að stöðva Walcott sem kemur boltanum í markið. Walcott skoraði einnig í fyrri leiknum gegn City en hafði ekki skorað síðan þá.38. mín: Stones skallar framhjá eftir hornspyrnu frá Silva. Lítil hætta á ferðum þarna.32. mín: Xhaka fær gult spjald fyrir tæklingu á Otamendi. Aðeins fjórða gula spjaldið sem Svisslendingurinn fær í ensku úrvalsdeildinni. Hefur hins vegar fengið tvö rauð.29. mín: Sánchez í álitlegri stöðu en Fernandinho bjargar með góðri tæklingu. Ekkert víti þarna.21. mín: Özil snýr á Stones en skotið er laust og beint á Willy. Betra frá Skyttunum.20. mín: Leikurinn hefur róast aðeins eftir ótrúlega byrjun.10. mín: De Bruyne setur boltann í stöngina! Boltinn berst til Silva sem á skot sem Ospina ver. Það er allt í rugli í vörn Arsenal.5. mín: MARK! Sané kemur City yfir! De Bruyne með frábæra sendingu inn fyrir illa skipulagða vörn Arsenal á Sané sem leikur á Ospina og rennir boltanum í netið. 0-1.4. mín: Viðvörunarbjöllur hjá City. Welbeck tæklar boltann framhjá.4. mín: Fernandinho setur Sterling í gegn en hann er skíthræddur við Ospina sem bjargar.Leikurinn hafinn: Andre Marriner flautar til leiks!Fyrir leik: City vann fyrri leikinn gegn Arsenal með tveimur mörkum gegn einu. Theo Walcott kom Arsenal yfir strax á 5. mínútu en Leroy Sané jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Það var svo Raheem Sterling skoraði sigurmark City á 71. mínútu.Fyrir leik: Pep Guardiola gerir eina breytingu á byrjunarliði City frá 1-1 jafnteflinu við Liverpool. Jesús Navas kemur inn fyrir Yaya Touré.Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús. Arsene Wenger gerir þrjár breytingar á liðinu sem tapaði fyrir West Brom í síðustu umferð. David Ospina, Francis Coquelin og Mesut Özil koma inn fyrir Petr Cech, Aaron Ramsey og Alex Oxlade-Chamberlin.Byrjunarlið Man City: Willy Caballero - Jesús Navas, John Stones, Nicolás Otamendi, Gaël Clichy - Kevin De Bruyne, Fernandinho, David Silva - Raheem Sterling, Sergio Agüero, Leroy Sané.Byrjunarlið Arsenal: David Ospina - Héctor Bellerín, Shkodran Mustafi, Laurent Koscielny, Nacho Monreal - Francis Cocquelin, Granit Xhaka - Theo Walcott, Mesut Özil, Alexis Sánchez - Danny Welbeck.
Enski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira