„Sumir stuðningsmenn Arsenal vilja sjá liðið tapa“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2017 10:30 Wenger Out borðarnir eru orðnir algeng sjón. vísir/getty Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að hluti stuðningsmanna liðsins vilji sjá það tapa leikjum á lokaspretti tímabilsins, ef það flýtir fyrir brottför Arsene Wenger. Frakkinn er undir mikilli pressu en umræðan um framtíð hans hjá Arsenal er mjög hávær. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort Wenger verður við stjórnvölinn hjá Arsenal á næsta tímabili. Merson segir að andstaðan gegn Wenger sé orðin svo mikil að sumir stuðningsmenn Arsenal vilji einfaldlega sjá liðið tapa til að losna við franska knattspyrnustjórann. „Það eru til stuðningsmenn sem vilja sjá liðið tapa,“ sagði Merson. „Ég held að við séum komin á þann stað að það skiptir ekki máli hvort Wenger verður áfram eða hættir. Tímabilið hefur fjarað út og stuðningsmennirnir hafa misst áhugann.“ Merson, sem lék með Arsenal á árunum 1985-1997, segir að Wenger hafi of mikil völd hjá félaginu. „Fyrir mér er vandamálið hversu miklu hann ræður. Wenger gerir allt hjá Arsenal. Enginn segir honum fyrir verkum og hann er orðinn hrokafullur sem er ekki gott. Hann heldur áfram að segja okkur að hann muni ákveða hvað hann geri í framtíðinni. Það er ekki rétt,“ sagði Merson. „Vandamálið er hvað ætlar hann að gera ef hann fer frá Arsenal? Hann er ekki eins og Sir Alex Ferguson sem getur notið þess að horfa á kappreiðar. Arsenal er lífið hans og hann vill ekki missa það.“ Arsenal situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 51 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti. Arsenal mætir West Ham United klukkan 18:45 á morgun. Enski boltinn Tengdar fréttir Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45 Wenger: Elska þetta félag Eftir jafnteflið við Manchester City í dag lýsti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, yfir ást sinni á félaginu og sagði að það kæmi fljótlega í ljós hvort hann verði áfram við stjórnvölinn hjá því eða ekki. 2. apríl 2017 17:33 Ian Wright: Wenger verður að fara eða fá öðruvísi leikmenn til Arsenal | Myndband Fyrrverandi framherji Arsenal segir ekkert heillandi við félagið lengur annað en það er staðsett í London. 3. apríl 2017 10:30 Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00 Skiptar skoðanir á Wenger á Wrestlemania | Myndir Borðar með slagorðinu Wenger Out hafa skotið upp kollinum á ólíklegustu stöðum, m.a. á fótboltaleikjum í Minnesota í Bandaríkjunum og í Nýja-Sjálandi. 3. apríl 2017 23:30 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að hluti stuðningsmanna liðsins vilji sjá það tapa leikjum á lokaspretti tímabilsins, ef það flýtir fyrir brottför Arsene Wenger. Frakkinn er undir mikilli pressu en umræðan um framtíð hans hjá Arsenal er mjög hávær. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort Wenger verður við stjórnvölinn hjá Arsenal á næsta tímabili. Merson segir að andstaðan gegn Wenger sé orðin svo mikil að sumir stuðningsmenn Arsenal vilji einfaldlega sjá liðið tapa til að losna við franska knattspyrnustjórann. „Það eru til stuðningsmenn sem vilja sjá liðið tapa,“ sagði Merson. „Ég held að við séum komin á þann stað að það skiptir ekki máli hvort Wenger verður áfram eða hættir. Tímabilið hefur fjarað út og stuðningsmennirnir hafa misst áhugann.“ Merson, sem lék með Arsenal á árunum 1985-1997, segir að Wenger hafi of mikil völd hjá félaginu. „Fyrir mér er vandamálið hversu miklu hann ræður. Wenger gerir allt hjá Arsenal. Enginn segir honum fyrir verkum og hann er orðinn hrokafullur sem er ekki gott. Hann heldur áfram að segja okkur að hann muni ákveða hvað hann geri í framtíðinni. Það er ekki rétt,“ sagði Merson. „Vandamálið er hvað ætlar hann að gera ef hann fer frá Arsenal? Hann er ekki eins og Sir Alex Ferguson sem getur notið þess að horfa á kappreiðar. Arsenal er lífið hans og hann vill ekki missa það.“ Arsenal situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 51 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti. Arsenal mætir West Ham United klukkan 18:45 á morgun.
Enski boltinn Tengdar fréttir Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45 Wenger: Elska þetta félag Eftir jafnteflið við Manchester City í dag lýsti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, yfir ást sinni á félaginu og sagði að það kæmi fljótlega í ljós hvort hann verði áfram við stjórnvölinn hjá því eða ekki. 2. apríl 2017 17:33 Ian Wright: Wenger verður að fara eða fá öðruvísi leikmenn til Arsenal | Myndband Fyrrverandi framherji Arsenal segir ekkert heillandi við félagið lengur annað en það er staðsett í London. 3. apríl 2017 10:30 Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00 Skiptar skoðanir á Wenger á Wrestlemania | Myndir Borðar með slagorðinu Wenger Out hafa skotið upp kollinum á ólíklegustu stöðum, m.a. á fótboltaleikjum í Minnesota í Bandaríkjunum og í Nýja-Sjálandi. 3. apríl 2017 23:30 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45
Wenger: Elska þetta félag Eftir jafnteflið við Manchester City í dag lýsti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, yfir ást sinni á félaginu og sagði að það kæmi fljótlega í ljós hvort hann verði áfram við stjórnvölinn hjá því eða ekki. 2. apríl 2017 17:33
Ian Wright: Wenger verður að fara eða fá öðruvísi leikmenn til Arsenal | Myndband Fyrrverandi framherji Arsenal segir ekkert heillandi við félagið lengur annað en það er staðsett í London. 3. apríl 2017 10:30
Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00
Skiptar skoðanir á Wenger á Wrestlemania | Myndir Borðar með slagorðinu Wenger Out hafa skotið upp kollinum á ólíklegustu stöðum, m.a. á fótboltaleikjum í Minnesota í Bandaríkjunum og í Nýja-Sjálandi. 3. apríl 2017 23:30